Íþróttaráð

138. fundur 07. desember 2023 kl. 16:00 - 18:35 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðmundur Þór Jóhannesson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson, aðalmaður boðaði forföll og Indriði Ingi Stefánsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23112004 - Niðurstöður viðhorfskönnunar Virkni og Vellíðan haustið 2023

Á fundinn mættu Eva Katrín Friðgeirsdóttir og Fríða Karen Gunnarsdóttir, verkefnastjórar Virkni og Velíðan og kynntu fyrir ráðinu niðurstöður viðhorfskönnunar verkefnisins fyrir haustið 2023.
Íþróttaráð þakkar Evu Katrínu og Fríðu Karen fyrir góða kynningu og fagnar því hve verkefnið hefur þróast vel.

Almenn mál

2.2312101 - Endurskoðun á vinnureglum varðandi greiðslu atkvæða um kjör á íþróttafólki Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að endurskoðun á Vinnureglum við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavogs, sem er í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á Reglugerð íþróttaráðs Kópavogs um kjör á íþróttafólki Kópavogs.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar breytingar á Vinnureglum við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavogs.

Almenn mál

3.2311478 - Íþróttafólk Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2023

Frá árinu 2016 hefur bæjarbúum gefist tækifæri til að taka beinan þátt í kjöri á íþróttafólki Kópavogs með rafrænni kosningu. Góð reynsla hefur verið af þessu fyrirkomulagi og er því lagt er til að unnið verði út frá sömu aðferðafræði og hingað til og í samræmi við endurskoðaðar vinnureglur.
Íþróttaráð samþykkir að unnið verði út frá sömu reglum og verið hefur sl. ár varðandi kjörið. Netkosning meðal íbúa standi yfir frá 20. desember til 6. janúar nk.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2306195 - Erindi vegna sameiginlegs frístundaraksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar

Lögð fram greinargerð og tillaga varðandi rekstur frístundabíls frá menntasviði, dags. 11. nóvember 2023, en málinu var vísaði til umfjöllunar í íþróttaráði á 3153. fundi bæjarráðs með eftirfarandi bókun:



"Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar íþróttaráðs".
Umræður urðu um málið.

Fundarhlé var gert kl. 16:42, fundi framhaldið kl. 16:59.

Gunnar Gylfason, fulltrúi Samfylkingar, Einar Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Thelma Árnadóttir, fulltrúi Vina Kópavogs og Indriði Ingi Stefánsson, fulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi bókun.

"Það vekur furðu að meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks ætli að auka álögur á sumar barnafjölskyldur í bænum þannig að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um rúmlega 40%.
Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Krafa foreldra um að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur er hávær, en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur.
Einnig er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn.
Við teljum rétt að Kópavogsbær taki á sig þann hlut sem foreldrum er ætlað að greiða samkvæmt greinargerðinni".

Meirihluti íþróttaráðs leggur fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúum meirihlutans finnst eðlilegt að skoða hóflega gjaldtöku á frístundarvagninum sambærilegt við það sem tíðkast hjá nærliggjandi sveitarfélögum. Bærinn er eftir sem áður að niðurgreiða þjónustuna. Styrkir til íþróttafélaga í Kópavogi eru með því hæsta sem þekkist á landinu og því eðlilegt að íþróttafélögin forgangsraði þeim fjármunum að einhverju leyti í þágu frístundavagnsins.

Sunna Guðmundsdóttir
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir
Guðmundur Jóhannesson

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

5.2311481 - Tilnefningar um kjör á íþróttafólki Kópavogs 2023

Lagður fram listi með því íþróttafólki sem tilnefnt er af íþróttafélögum í Kópavogi vegna íþróttaársins 2023 í flokki 17 ára og eldri ásamt einni frestaðri tilnefningu í flokki 13-16 ára.
Íþróttaráð samþykkir að eftirfarandi íþróttafólk hljóti viðurkenningu íþróttaráðs í ár í flokki 17 ára og eldri. Íþróttafólkið verður jafnframt í kjöri í vefkosningu meðal bæjarbúa frá 20. desember til 6. janúar nk. um íþróttafólk Kópavogs 2023.

Freyja Dís Benediktsdóttir bogfimi Boginn, Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingar Breiðablik, Thelma Aðalsteinsdóttir áhaldafimleikar Gerpla, Valgarð Reinhardsson áhaldafimleikar Gerpla, Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrna Breiðablik, Ingvar Ómarsson hjólreiðar Breiðablik, Sigurður Örn Ragnarsson þríþraut Breiðablik, Birna Kristín Kristjánsdóttir frjálsar íþróttir Breiðablik, Herdís Björg Jóhannsdóttir hestaíþróttir Sprettur, Vignir Vatnar Stefánsson, skák Breiðablik.



Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

6.23111070 - Hestamannafélagið Sprettur - Tilnefning til íþróttafólks ársins 13-16 ára 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Ragnari Bjarka Sveinbjörnssyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

7.23111021 - Breiðablik - Karatedeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

8.23111034 - Bogfimifélagið Boginn - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Freyju Dís Jónsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

9.23111035 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúi félagsins er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

10.23111028 - Breiðablik - Kraftlyftingadeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Sóleyju Margréti Jónsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

11.23111038 - Dansíþróttafélag Kópavogs - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Engin tilnefning barst frá Dansíþróttafélagi Kópavogs að þessu sinni.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

12.23111020 - Breiðablik - Hjólreiðadeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Ingvari Ómarssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

13.23111042 - Tennisfélag Kópavogs - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúi félagsins er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

14.23111032 - HK - Blakdeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

15.23111025 - Breiðablik - Frjálsíþróttadeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Birnu Kristínu Kristjánsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

16.23111041 - Dansfélagið Hvönn - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúi félagsins er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

17.23111022 - Breiðablik - Skákdeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Vigni Vatnar Stefánssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

18.23111026 - Breiðablik - Knattspyrnudeild - Tilnefningar til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Höskuldi Gunnlaugssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

19.23111029 - HK - Handknattleiksdeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

20.23111043 - Hestamannafélagið Sprettur - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Herdísi Björgu Jóhannsdóttur viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

21.23111033 - HK - Dansdeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúi félagsins er ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

22.23111040 - Gerpla - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Thelmu Aðalsteinsdóttur og Valgarði Reinhardssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

23.23111039 - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

24.23111023 - Breiðablik - Þríþrautardeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Íþróttaráð samþykkir að veita Sigurði Erni Ragnarssyni viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

25.23111024 - Breiðablik - Körfuknattleiksdeild - Tilnefningar til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

26.23111030 - HK - Knattspyrnudeild - Tilnefning til íþróttafólks ársins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Kópav

27.23111018 - Breiðablik - Sunddeild - Tilnefning til íþróttafólks árins 17 ára og eldri 2023

Fulltrúar félagsins eru ekki í hópi þeirra íþróttamanna sem hljóta viðurkenningu íþróttaráðs í ár.

Iðkendastyrkir

28.23112036 - Afrekssjóður íþróttaráðs - úthlutun 2024

Lagður fram listi með umsóknum íþróttamanna um styrk úr Afrekssjóði íþróttaráðs fyrir árið 2024.
Íþróttaráð samþykkir að veita afreksstyrk úr Afrekssjóði íþróttaráðs á árinu 2024 til 14 íþróttamanna.
Átta hljóta styrk að upphæð 150 þúsund kr. og sex styrk að upphæð 300 þúsund kr.

Afrekssjóður ÍTK

29.23111675 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Ágústs Inga Davíðssonar.

Afrekssjóður ÍTK

30.23111189 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Davíðs Jónssonar.

Afrekssjóður ÍTK

31.23111637 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

32.23111273 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Birnu Kristínu Kristjánsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

33.23111443 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Þorleifi Einari Leifssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

34.2311399 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Thelmu Aðalsteinsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

35.23111441 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Degi Kára Ólafssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

36.23111676 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Kristins Jónssonar.

Afrekssjóður ÍTK

37.23111639 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Martin Bjarna Guðmundssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

38.2311790 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Marín Anítu Hilmarsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

39.23111406 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Bjargar Hákonardóttur.

Afrekssjóður ÍTK

40.23111512 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Ingvari Ómarssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

41.23111194 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Freyju Dís Benediktsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

42.23111275 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Arnari Péturssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

43.2311355 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Valgarði Reinhardssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

44.2311792 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Sindra Hrafns Guðmundssonar.

Afrekssjóður ÍTK

45.23111193 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Hildi Maju Guðmundsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

46.2312365 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Elvari Kristni Gapunay styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Iðkendastyrkir

47.2312364 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð samþykkir að veita Ásdísi Maríu Davíðsdóttur styrk úr afrekssjóði að upphæð 150 þúsund krónur.

Afrekssjóður ÍTK

48.23111494 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkumsókn Gerplu vegna meistaraflokks kvenna í Hópfimleikum.

Fundi slitið - kl. 18:35.