Íþróttaráð

139. fundur 11. janúar 2024 kl. 16:00 - 16:40 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2311478 - Íþróttafólk Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2023

Tekið til afgreiðslu kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2023. Netkosning meðal bæjarbúa stóð yfir frá 20. des til 6.janúar sl. Þetta er í áttunda sinn sem bæjarbúar taka beinan þátt í kjörinu. Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og kjöri íbúa bæjarins.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Thelmu Aðalsteinsdóttur sem Íþróttakonu Kópavogs 2023 og Vigni Vatnar Stefánsson sem Íþróttakarl Kópavogs 2023.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 300.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 300.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs.

Almenn mál

2.23111498 - Tilnefningar - Flokkur ársins 2023

Teknar til afgreiðslu tilnefningar til flokks ársins 2023.
Íþróttaráð samþykkir að veita Ungmennaflokkum Bogans (U16, U18 og U21) viðurkenningu, "Eftirtektarverður árangur á árinu 2023".
Íþróttaráð samþykkir jafnframt að útnefna Meistaraflokk Breiðabliks í knattspyrnu karla, Flokk ársins 2023. Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 250.000 kr. til flokks ársins.

Almenn mál

3.23121557 - Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs 2023

Teknar til afgreiðslu Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs 2023.
Íþróttaráð samþykkir að veita þeim Guðmundi Oddssyni og Jóni Júlíussyni heiðursviðurkenningu íþróttaráðs árið 2023, fyrir mikið og óeigingjarnt framlag þeirra í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í bænum.
Jafnframt samþykkir íþróttaráð að veita Gunnþóri Hermannssyni viðurkeninguna "sjálfboðaliði ársins", en þetta er í fyrsta sinn sem íþróttaráð veitir sérstaka viðurkenningu fyrir sjálfboðaliða.
Að lokum samþykkir íþróttaráð að veita Bogfimifélaginu Boganum hvatningarverðlaun íþróttaráðs 2023, fyrir frumkvæði í þátttöku kynsegin íþróttafólks í starfi félagsins.

Almenn mál

4.23121555 - Íþróttahátíð Kópavogs - Alþjóðlegir meistarar 2023

Teknar til afgreiðslu viðurkenningar vegna alþjóðlegra meistara 2023.
Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2023 vegna alþjóðlegra meistaratitla.
Norðurlandameistarar:
Patrek Hall Einarsson og Þórdís Unnur Bjarkadóttir bogfimi og Vignir Vatnar Stefánsson skák.
Norður- og Vestur Evrópumeistarar:
Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikar og Guðfinnur Snær Magnússon kraftlyftingar.
Heimsmeistari:
Herdís Björg Jóhannsdóttir hestaíþróttir.
Heims- og Evrópumeistari:
Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingar.

Almenn mál

5.23121556 - Íþróttahátíð Kópavogs - Þátttaka í alþjóðlegum mótum 2023

Teknar til afgreiðslu viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum 2023.
Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2023 vegna þátttöku.
Á Evrópumeistaramóti:
Agnes Suto, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Ágúst Ingi Davíðsson, Jónas Ingi Þórisson og Martin Bjarni Guðmundsson í áhaldafimleikum, Vignir Vatnar Stefánsson í skák.
Á Heimsmeistaramóti:
Oliver Ormar Ingvarsson, Astrid Daxböck, Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, Ewa Ploszaj, Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir í bogfimi, Alexander Örn Kárason og Guðfinnur Snær Magnússon í kraftlyftingum, Jón Þór Sigurðsson í skotíþróttum og Sigurður Örn Ragnarsson í þríþraut.
Á Evrópu- og Heimsmeistaramóti:
Valgarð Reinhardsson, Dagur Kári Ólafsson og Thelma Aðalsteinsdóttir í fimleikum, Sóley Margrét Jónsdóttir í kraftlyftingum og Ingvar Ómarsson í hjólreiðum.

Almenn mál

6.2311476 - Íþróttahátíð 2023

1. Hátíðarsetning

2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára

3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri

4. Viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum

5. Viðurkenningar vegna alþjóðlegra meistara

6. Heiðursviðurkenningar íþróttaráðs 2023

7. Viðurkenning Flokkur ársins 2023

8. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2023

9. Ávörp gesta

10. Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins
Íþróttaráð samþykkir framlagða dagskrá og skiptir með sér verkum við framkvæmd hennar.

Iðkendastyrkir

7.2311792 - Umsókn um afreksstyrk Kópavogs

Tekin fyrir að nýju umsókn Sindra Hrafns Guðmundssonar í Afrekssjóð íþróttaráðs Kópavogs sem hafnað var á síðasta fundi ráðsins 7. desember s.l. Í ljósi nýrra upplýsinga er umsókn Sindra tekin aftur til umfjöllunar í ráðinu.
Íþróttaráð samþykkir að veita Sindra Hrafni Guðmundssyni styrk úr afrekssjóði að upphæð 300 þúsund krónur.

Fundi slitið - kl. 16:40.