Íþróttaráð

34. fundur 16. apríl 2014 kl. 12:00 - 12:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Lögð fram drög að íþrótta- og lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar dagsett 15.04.2014.

Drögin yfirfarin og gerðar athugasemdir. Starfsmönnum falið að halda áfram vinnu við stefnumótun íþróttamála í Kópavogi.

2.1402602 - Sundlaug Kópavogs - Vesturbær - Aðgengi og bílastæðamál

Lagðar fram tillögur A, B og C frá Landmótun dags. 17.2.2014 að breyttu aðgengi og bílastæðamálum Sundlaugar Kópavogs ásamt greinagerð dags. 13.2.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til á fundi þann 18.03 sl., að farið verði í að fjölga bílastæðum austan við Vallargerðisvöll og að merkingar bílastæða verði bættar. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar íþróttaráðs á fundi sínum 20. mars sl.

Íþróttaráð getur ekki mælt með framlagðri tillögu og telur að hafa eigi samráð við íþróttadeild og íþróttaráð um mál er varða íþróttamannvirki.

Íþróttaráð leggur til að haldinn verði samráðsfundur með starfsmönnum íþróttadeildar til að endurskoða tillögur og að farið verði í heildarendurskoðun á skipulagi svæðisins sem nær yfir Vallargerðisvöll, Rútstún og annað nærumhverfi Sundlaugar Kópavogs.

3.1404244 - Íþróttafélagið Glóð - Ósk um styrk vegna afmælissýningar.

Lagt fram erindi frá íþróttafélaginu Glóð dags. 31.jan. sl., þar sem farið er fram á styrk vegna sýningar félagsins í Smáranum sem sett er upp vegna afmælis félagsins nú fyrr í mánuðinum.
Íþróttaráð samþykkir styrk til félagsins í tilefni afmælissýningarinnar að upphæð  kr. 100 þús. sem tekið verði af fjárheimildum ráðsins.

4.1404254 - Hnefaleikafélag Kópavogs - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Lagt fram erindi Hnefaleikafélags Kópavogs dags. 8.apríl sl., þar sem óskað er eftir því að fá aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Hnefaleikafélags Kópavogs um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fara efst
á síðu
Heim
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Opna / loka snjalltækjavalmynd