Íþróttaráð

38. fundur 12. ágúst 2014 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1408096 - Kosningar í embætti íþróttaráðs 2014-18

Skipað í embætti samkvæmt 2. grein í erindisbréfi fyrir Íþróttaráð Kópavogs.
Lagt er til að formaður ráðsins verði Jón Finnbogason, varaformaður Sigursteinn Óskarsson og ritari Lovísa Ólafsdóttir.
Samþykkt.

2.1408095 - Íþróttadeild - Íþróttaráð Kópavogs 2014-18

Kynning á starfsemi íþróttadeildar og Menntasviði Kópavogsbæjar.
Sviðsstjóri Menntasviðs kynnir starf og umfang sviðsins, jafnframt því sem deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir helstu verkefni og þær stofnanir sem undir deildina heyra.

3.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið - íþróttaráð

Erindisbréf fyrir Íþróttaráð Kópavogs lagt fram til kynningar.
Sviðsstjóri Menntasviðs ásamt deildarstjóra íþróttadeildar gerðu í stuttu máli grein fyrir helstu ákvæðum erindisbréfsins.

4.1405331 - Tímatöflur íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015

Starfsmenn íþróttadeildar lögðu fram til kynningar æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar fyrir komandi vetur. Töflurnar eru að mestu þær sömu og kynntar voru á fundi íþróttaráðs þann 3. júní sl. Þó var reynt að taka tillit til innsendra óska íþróttfélaganna um aukningu tíma og breytingar frá þeim.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.1408097 - Fundaráætlun og fundartímar íþróttaráðs 2104-18

Umræður urðu um hvaða daga og hvenær dags væri heppilegast að funda í ráðinu.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.