Íþróttaráð

44. fundur 08. janúar 2015 kl. 15:30 í Reiðhöll Sprettara
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Fundurinn og íþróttahátíðin voru haldin í nýrri Reiðhöll Sprettara á Vatnsendasvæðinu.

1.1501064 - Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Tilnefning til íþróttakonu Kópavogs í flokki 13-16 ára 2014.

Íþróttaráð samþykkir að veita Kristínu Eddu Sveinsdóttur viðkenningu í flokki 13-16 ára.

2.1412096 - Sprettur. Tilnefning til íþróttakonu Kópavogs í flokki 13-16 ára.

Vegna mistaka var skilað inn röngu nafni við tilnefningu félagsins í flokki 13-16 ára.
Íþróttaráð samþykkir að veita Særósu Ástu Birgisdóttur viðkenningu í flokki 13-16 ára.

3.1501200 - ÞRÍKÓ. Tilnefning til íþróttakarls Kópavogs 2014.

Tilnefning félagsins til íþróttakarls Kópavogs 2014 barst ráðinu eftir að ráðið tók ákvörðun um endanlegt val á þeim íþróttamönnum sem hljóta viðurkennigar í flokki 17 ára og eldri.
Íþróttaráð samþykkir að veita Viðari Braga Þorsteinssyni Heiðursviðurkenningu ráðsins 2014 fyrir það að verða fyrstur íslenskra karlmanna til að taka þátt í heimsmeistaramóti í "Iron man" sem fram fór á Hawai í október sl. Jafnframt vill íþróttaráð þakka Viðari og félögum hans í Þíþrautarfélagi Kópavogs fyrir framlag þeirra í þágu almenningsíþrótta í bænum.

4.1501166 - Flokkur ársins 2014

Tekið til afgreiðslu val á flokki ársins 2014.
Íþróttaráð útnefnir meistaraflokk karla í HK í Blaki sem flokk ársins 2014. Íþróttaráð samþykkir framlag til flokks ársins að upphæð 100 þús. kr. vegna útnefningarinnar.

5.1501165 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs 2014

Tekið til afgreiðslu val á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2014.
Íþróttaráðs útnefnir Normu Dögg Róbertsdóttur fimleikakonu úr Gerplu sem Íþróttakonu Kópavogs 2014 og Birgi Leif Hafþórsson kylfing úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem Íþróttakarl Kópavogs 2014.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 150 þús. kr. til Íþróttakonu Kópavogs og 150 þús. kr. til Íþróttakarls Kópavogs í tilefni útnefningarinnar.

6.1409643 - Íþróttahátíð Kópavogs 2014 - Dagskrá og skipulag

Lögð fram tillaga að dagskrá íþróttahátíðarinnar og skipulagi hennar.
Íþróttaráð samþykkir framlagða dagskrá og skiptir með sér verkum varðandi framkvæmd hátíðarinnar.

Fundi slitið.