Íþróttaráð

61. fundur 07. júlí 2016 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1606721 - Gervigras-4 kynslóð án innfillingar.

Lagður fram tölvupóstur dags. 8. júní sl. þar sem kynnt er í stuttu máli næsta kynslóð gervigrass og þá án þekktra innfyllingarefna eins og sl. ár.
Lagt fram

2.1606867 - Pæjumót TM 2017, sótt um aðstöðu í Kórnum.

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK dags. 9. júní sl. þar sem óskað eftir aðstöðu í Kórnum fyrir 2ja daga knattspyrnumót fyrir stúlkur í lok janúar 2017.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

3.1605242 - Gjaldskrárbreytingar n.k. misseri

Á 59. fundi íþróttaráðs fól ráðið íþróttadeild að taka saman, yfirlit yfir kostnað við íþróttaiðkun barna í Kópavogi og gera samanburð á sambærilegri þjónustu í nágrannasveitarfélögum bæjarins.
Á 60. fundi ráðsins var lagt fram yfirlit yfir samanburð æfingagjalda í fjórum íþróttagreinum þ.e., dansi, fimleikum, handknattleik og knattspyrnu í þremur aldursflokkum, 7-8 ára, 11-12 ára og 15-16 ára.
Íþróttaráð fól starfsmönnum að greina samanburðinn frekar.
Lögð fram ítarlegri greining þar sem tekið er tillit til allra grunnbreyta í samanburðinum.
Gjaldskrármál íþróttafélagana hafa á síðustu mánuðum verið til ítarlegrar skoðunar og umfjöllunar í ráðinu. Á grundvelli þeirrar vinnu telur íþróttaráð að heilt yfir sé ekki ástæða til að búast við verðskrárbreytingum hjá íþróttafélögum í Kópavogi á næsta hausti.

4.1607089 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild óskar eftir styrk v.ferðar á MÍ 2016.

Lögð fram beiðni frjálsíþróttadeildar um styrk vegna þáttöku á MÍ 2016.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

5.1605315 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2016-2017

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Jafnframt lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar sem byggja á töflum frá síðastliðnu ári og þeim tillögum sem liggja fyrir.
Málinu var frestað á síðasta fundi og íþróttafulltrúa falið að eiga samskipti við íþóttafélögin svo sem varðandi framsetningu á umsóknum og gefa þeim færi á að gera skriflegar athugasemdir við þær tillögur fyrir þennan fund.
Lagt fram.

6.1605222 - Glóð-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram umsókn félagsins eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-19 og fimmtudögum 16-20. Í Digranesi ( vestursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins í þeim mannvirkjum sem eru í rekstri bæjarins.

7.16041115 - Æfingatímar 2016-Vatnaliljur

Lögð fram beiðni félagsins um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á tímabilinu (15/16)
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins.

8.16041348 - HK-TKD deild-æfingarými í Fagralundi

Lögð fram beiðni TKD deildar HK um 3 tíma í Snælandsskóla og alls 12 tíma í skrifstofurými í Fagralundi.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum deildarinnar um tíma í skrifstofurými, en tímar í Snælandsskóla samþykktir með fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.

9.1605208 - Stál-Úlfur, æfingatímar 2016-2017

Lögð fram beiðni knattspyrnudeildar um 4,5 tíma á gervigrasi í Fagralundi (1,5 tíma mánudag , fimmtudag og sunnudag). Auk þessa sækir félagið um tíma fyrir futsal 3 x 1,5 tíma í Digranesi og 3 tíma fyrir 40 í Digranesi.
Einnig lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar um alls 4,5 tíma fyrir æfingar í Kársnesskóla auk keppnistíma.
Íþróttaráð getur orðið við óskum knattspyrnudeildar Stálúlfs um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Skoða þarf möguleika á afgangs tíma fyrir futsal í Digranesi. Ekki er hægt að verða við ósk knattspyrnudeildarinnar um tíma fyrir 40 plús.
Íþróttaráð samþykkir að veita körfuknattleiksdeild félagsins 3,5 tíma til ráðstöfunar í Íþróttahúsi Kárnses. Athugað verður með keppnistíma fyrir deildina í Fagralundi.

10.1604271 - Skotfélag Kópavogs-Umsókn um afnot af æfingartímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016/2017.

Lögð fram tímatafla Skotfélags Kópavogs fyrir kjallaranum í Digranesi.
Íþróttaráð felur félaginu að ráðstafa tímum sínum í kjallaranum í Digranesi.

11.1605209 - Ísbjörninn-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni félagsins um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á síðasta vetri (15/16).
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur.

12.1605221 - Augnablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannv. Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar félagsins þar sem óskað er eftir 6 tímum á viku undir starfsemi barna og unglingastarfs. Sótt er um aðstöðu í Þinga-, Kóra- eða Hvarfahverfi.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk félagsins.
Eina íþróttahúsið sem er í ofangreindum hverfum er íþróttahúsið Kórinn sem er í rekstri HK. Íþróttaráð hvetur því körfuknattleiksdeild Augnabliks að leita samstarfs við HK varðandi æfingar í hverfinu.

13.1605012 - Dansfélagið Hvönn-Stundadagskrá 2016-2017.

Lögð fram tímatafla félagsins fyrir Danssalnum í Kórnum.
Íþróttaráð felur dansfélaginu Hvönn að ráðstafa sínum tímum í danssalnum í Kórnum.

14.1605013 - Breiðablik-æfinga-og sundaðstaða 2016-2017

Lögð fram beiðni sunddeildar um tíma í Sundlaug Kópavogs (innilaug, útilaug og barnalaug inni) og í Salalaug (útilaug og innilaug).
Íþróttaráð getur ekki orðið við beiðni um fjölgun tíma/brauta. Vísað til forstöðumanna sundlauganna til frekari úrvinnslu.

15.1605261 - Breiðablik,körfuknattleiksd. -umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar eftir 9,5 tímum í íþróttahúsi Kársnes, 10 tímum í Lindaskóla og 8 tímum í Fagralundi á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum körfuknattleiksdeildarinnar varðandi tíma í Kársnesi og Lindaskóla. Íþróttaráð vekur athygli á því að Íþróttaráð hefur úthutað 4 tímum í Fagralundi til aðalstjórnar Breiðabliks.

16.1605260 - Breiðablik,frjálsar-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni frjálsíþróttadeildar eftir 7,5 tímum í Fagralundi og 7,5 tímum í Kórnum, eða alla virka daga frá kl. 16:15-17:45 (1/2 salur gæti verið nóg). Auk þess er deildin með tíma í Smáranum
Íþróttaráð vekur athygli á því að Íþróttaráð hefur úthutað 4 tímum í Fagralundi til aðalstjórnar Breiðabliks. Þá er auk þess lausir tímar í Fagralundi á sunnudögum.

17.1605264 - Breiðablik,skíðadeild-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni skíðadeildar um 2 klukkustund í stóra salnum í Digranesi milli kl. 17-19 á virkum degi. Til vara sækir deildin um 4 klukkutíma í Kársnesskóla (þriðjudaga+fimmtudaga 17-19)
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum deildarinnar um tíma í Digranesi. Deildinni boðið að fá tíma í Kársnesi eða Vestursal Digranes.

18.1605310 - Gerpla-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lögð fram beiðni félagsins eftir aðagangi að Lindaskóla 4 daga í viku 4-5 tíma í senn.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum félagsins, en Gerpla fær úthlutað 2 dögum í Lindaskóla 5 tíma í senn - alls 10 tímum líkt og á liðnu tímabili.

19.1605262 - Breiðablik,Taekwondo- umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs.

Lögð fram beiðni Taekwondo um óbreytta tíma í Lindaskóla á næsta vetri og í Fagralundi mánudaga og miðvikudaga 18-19 og laugardaga 11-12.
Íþróttaráð getur orðið við óskum TKD deildar um tíma í Lindaskóla. Íþróttaráð vekur athygli á því að Íþróttaráð hefur úthutað 4 tímum í Fagralundi til aðalstjórnar Breiðabliks. Þá er auk þess lausir tímar í Fagralundi á sunnudögum.

20.1605333 - HK-handbolti,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni handknattleiksdeildar eftir 56 klukkustundum í stóra salnum í Digranesi, 6 tímum í íþróttahúsi Kársnes og 5 tímum í Fagralundi.
Íþróttaráð getur orðið við óskum deildarinnar um tíma í Kársnesi. Deildin fær úthlutað 4 tímum í Fagralundi fyrir yngstu flokka deildarinnar. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tímafjölda í Digranesi en félagið hefur til ráðstöfunar tíma í Digranesi á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.

21.1605334 - HK-Bandýdeild,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni bandýdeildar eftir 16 klukkustundum í stóra salnum í Digranesi, 2 tímum í Snælandsskóla og 2 tímum í Kársnesskóla.
Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tímafjölda í Digranesi en félagið hefur til ráðstöfunar tíma í Digranesi á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.
Tímar í Snælandsskóla samþykktir með fyrirvara um að starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar um tíma í íþróttahúsi Kársnes.

22.1605335 - HK-blakdeild,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram ósk blakdeildar eftir 4 tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og 64 tímum í Fagralundi.
Íþróttaráð samþykkir fjóra tíma í Kópavogsskóla, en 64 tímum í Fagralundi er synjað.
Deildin fær úthlutað 31 tímum í Fagralundi til æfinga og keppni.

23.1605336 - HK-borðtennis,umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni borðtennisfélagsins um samtals 14 tíma í íþróttahúsi Snælandsskóla.
Íþróttaráð getur orðið við ósk borðtennisdeildar um tíma í Snælandsskóla með fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.

24.1605338 - HK-íþróttaskóli, umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni íþróttaskólans um að fá 4 tíma fyrir 2-5 ára í Fagralundi.
Íþróttaráð getur orðið við ósk deildarinnar um tíma fyrir íþróttaskóla í Fagralundi á sunnudögum.

25.1605339 - HK-dans, umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogs 2016-2017.

Lögð fram beiðni dansdeildar um að fá 35 tíma í Fagralundi eða alla virka daga frá kl. 14-21. Einnig óskar deildin eftir 5 tímum á laugardögum í vestursal Digranes.
Íþróttaráð getur orðið við ósk deildarinnar.

26.1605340 - HK-knattleikdsdeild,umsókn um afnot af æfingatímum í knatthúsi Kórsins og á gervigrasi 2016-2017.

Lögð fram beiðni um að bæta núverandi tíma í Kórnum á virkum dögum 2-3 tíma frá 20-21 og um helgar 4 tímum til viðbótar í samfellu við núverandi tíma. Deildin óskar einnig eftir sömu tímum á gervigrasinu úti eins og félagið hefur haft.
Íþróttaráð getur orðið við ósk knattspyrnudeildar um úthlutun sama tímafjölda í Kórnum og félagið hafði síðasta vetur auk tíma sem bætt var við eftir áramót á sunnudögum 9:00-10:30, alls 3 einingar. Deildin missir tíma sína í Fagralundi, alls 6 einingar en verður áfram með sömu tíma og á liðnu tímabili á gervigrasi úti við Kórinn. Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar um aukin tímafjölda um helgar og á virkum dögum í Kórnum.

27.1606392 - Breiðablik-knattspyrnudeild. Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016-

Lögð fyrir eftirfarandi umsókn knattspyrnudeildarinnar; Fífan 14-22 virka dag og 8 ? 21 um helgar. Upphitað gervigras úti 15-21 virka daga og 9 ? 18 um helgar. 1 x í viku tíma frá 17-18 í íþróttahúsi Smára, Kársnes, Linda og Fagralundi.
Íþróttaráð úthlutar knattspyrnudeild Breiðabliks sama tímafjölda í Fífunni og síðasta vetur, auk tíma sem bætt var við eftir áramót á miðvikudögum og föstudögum frá 21-22, alls 4 einingum.
Deildin fær einnig 6 einingar á gervigrasinu í Fagralundi á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18-21, sem er til viðbótar við það sem deildinn hafði fyrir á vellinum síðasta vetur.
Athugað verður með ósk deildarinnar varðandi tíma í íþróttahúsum, en þar er í einhverjum tilfellum um helgartíma að ræða.
Íþróttaráð vekur athygli á því að Íþróttaráð hefur úthutað 4 tímum í Fagralundi til aðalstjórnar Breiðabliks. Þá er auk þess lausir tímar í Fagralundi á sunnudögum.

28.16061277 - Hk- umsókn um æfingatíma 2016-2017. athugasemdir.

Lagðar fram athugasemdir varðandi æfingatíma 2016-2017.
HK hefur verið úthlutað alls 35 tímum (blak 31 og handbolti 4) í Íþróttahúsinu Fagralundi. Félaginu stendur einnig til boða að bæta við tímum á sunnudögum í húsinu sé þess óskað. Íþróttaráð sér því ekki ástæðu til að samþykkja athugasemdir félagsins varðandi úthlutun tíma í Fagralundi.
Íþróttaráð samþykkir að ósk félagsins um keppnistíma fyrir Blakdeild á föstudögum 20:00 - 22:00.

29.16061278 - Breiðablik-umsókn um æfingatíma/breytingar

Lagðar fram athugasemdir varðandi æfingatíma 2016-2017
Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við að Aðalstjórn Breiðabliks taki að sér að ráðstafa þeim tímum sem úthlutað hefur verið til deilda félagsins.

30.16061279 - HK,Taekwondodeild.Umsókn um æfingatíma í Kórnum.

Lögð fram beiðni Hk-TKD um að fá hluta af GKG rýminu undir stúkunni í Kórnum fyrir starfsemi Taekwondodeildar félagsins
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindi HK enda GKG með samning um afnot af umræddu rými.

31.1607092 - DÍK-umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2016-2017.

Lögð fram beiðni DÍK um 5 tíma í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum DÍK um tíma í Kópavogsskóla.

Fundi slitið - kl. 18:30.