Íþróttaráð

11. fundur 08. mars 2012 kl. 17:00 - 18:45 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Una María Óskarsdóttir formaður
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Freyr Sveinsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Vernharð Sigurst Þorleifsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1103102 - Kosningar í íþróttaráði 2012-2014

Í upphafi fór fram stutt kynning á fundarmönnum.

Skipað í embætti  íþróttaráðs 2012-2014 samkv. 2 grein í erindisbréfi fyrir Íþróttaráð Kópavogs.
Una María Óskarsdóttir formaður

Guðmundur Freyr Sveinsson varaformaður

Evert K. Evertsson ritari ráðsins

2.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið - íþróttaráð

Sviðstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar kynntu helstu áherslur í erindisbréfi fyrir Íþróttaráð Kópavogs.

3.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög að texta um íþróttamál í Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Íþróttaráð lítur svo á að kafli um íþróttamál í Aðalskipulagi komi aftur til umfjöllunar ráðsins áður en endanlegt plagg liggur fyrir. 

4.1203020 - Staða samninga við íþróttafélögin 2012

Deildarstjóri greindi frá stöðu mála og vinnunni framundan.

5.1203021 - Málefni sundlauga 2012

Lögð fram tillaga að opnun sundlauganna á rauðum dögum á þessu ári. 

Íþróttaráð samþykkir tillöguna.

6.1112226 - Óskað eftir styrk vegna Ólympíuverkefnis

Erindi frá Breiðabliki, dags. 9/12, um styrkbeiðni vegna ólympíufarans Kára Steins að upphæð 1 m.kr.
Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu íþróttaráðs þann 22/12 sl. og var því frestað á fundi ráðsins þann 4. janúar sl.

Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og mælir með því við bæjarráð að Kópavogsbær styrki þennan glæsilega íþróttamann eins og gert hefur verið með Ólympíufara úr Kópavogi.

Helgi Hrafn Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.

7.1203023 - Umsókn um styrk v/kraftlyftinga

Lagt fram erindi frá stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks dags. 18. jan. sl., þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði til kaupa á löglegum keppnistsöngum og lóðum fyrir deildina.

Íþróttaráð getur ekki orðið við styrkbeiðni deildarinnar að svo stöddu.

8.1202572 - Íslandsmótið í skák 2012. Ósk um að Kópavogur hýsi mótið og styrki Skáksambandið vegna mótshaldsins

Lagt fram erindi frá Skáksambandi Íslands, dags. 27. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 200.000,- kr og að Kópavogur leggi fram húsnæði og tryggi veitingar á meðan á fyrirhuguðu Íslandsmóti stendur dagana 13.- 23. apríl nk.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og íþróttaráðs þann 1. mars sl.

Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið um að hýsa Íslandsmótið í skák 2012 og er deildarstjóra íþróttadeildar falin nánari útfærsla og samskipti við mótshaldara.  

Íþróttaráð getur ekki orðið við frekari óskum sambandsins.

9.1203022 - Umsókn um styrk v/Norðurlandameistaramóts í keilu

Lagt fram erindi frá Íþróttafélagi heyrnarlausra (ÍFH) dags. 10/1 sl., þar sem óskað er eftir styrk íþróttaráðs til að senda 10 - 12 manna lið íþróttafélagsins á Norðurlandameistaramót heyrnarlausra í keilu sem haldið verður í Kaupmannahöfn dagana 1.- 4. ágúst nk.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur deildarstjóra að kanna þátttöku Kópavogsbúa í ferðinni.

Fundi slitið - kl. 18:45.