Íþróttaráð

12. fundur 26. apríl 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1203021 - Málefni sundlauga 2012

Opnun sundlauganna um helgar frá 1. maí nk.

Íþróttaráð samþykkir fyrir sitt leyti að helgaropnun Sundlaugar Kópavogs og Versalalaugar verði 8-20 bæði laugar- og sunnudaga frá 1. maí til 30. september

2.1204256 - Fótboltagolfvöllur í Fagralundi

Lögð fram til kynningar tillaga tveggja áhugamenna um tilraunaverkefni að setja upp fótboltagolfvöll í Fossvogsdal.  Íþróttaráði líst vel á tillöguna og samþykkir hana fyrir sitt leyti að fenginni umsögn umhverfis- og samgöngunefndar. Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að fylgja málinu eftir.

3.1204363 - HK Íslandsmeistarar í blaki 2012.

Íþróttaráð óskar HK til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla 2012.

4.1203022 - Umsókn um styrk v/Norðurlandameistaramóts í keilu

Tekið til afgreiðslu erindi frá Íþróttafélagi heyrnarlausra (ÍFH) dags. 10/1 sl., styrkumsókn til þátttöku í NM í Kaupmannahöfn í ágúst nk. , en íþróttaráð frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi þar til ljóst væri hver þátttaka Kópavogsbúa væri í ferðinni.

Íþróttaráð getur því miður ekki orðið við styrkbeiðni félagsins að þessu sinni.

5.1202572 - Íslandsmótið í skák 2012 og stofnun taflfélags í Kópavogi í sambandi við það.

Á fundi 15/3 sl. ítrekaði bæjarráð fyrirspurn frá fyrri fundi varðandi möguleika á stofnun taflfélags í Kópavogi og afstöðu íþróttaráðs til þess. Deildarstjóri íþróttadeildar hefur lagt fram skýringar á afgreiðslu ráðsins á erindi Skáksambands Íslands frá síðasta fundi.

Íþróttaráð hvetur áhugasama skákunnendur úr Kópavogi til að endurvekja Taflfélag Kópavogs, sem taki að sér skákina í bæjarfélaginu á öllum stigum skákíþróttarinnar.

Íþróttaráð óskar jafnframt Álfhólsskóla, nýkrýndum íslandsmeisturnum barnaskólasveita í skák til hamingju með titilinn.

6.1204105 - Fundargerðir Skákstyrktarsjóðs Kópavogs.

Lagðar fram fundargerðir 10. og 11. fundar sjórnar ásamt reglugerð fyrir Skákstyrktarsjóðinn.

Lagt fram til kynningar.

7.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 29/3 sl. tillögu bæjarstjóra um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu göngu- og hjólreiðastíga og vísaði erindinu til umræðu m.a. íþróttaráðs.

Íþróttaráð leggur áherslu á að umræddri tengingu milli sveitarfélaganna verði komið á sem allra fyrst.

8.1203400 - Stofnun sjóðs til að auka fjölbreytni í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Tillaga frá Hjálmari H

Á fundi bæjarráðs þann 29/3 sl. var tillögunni vísað til umsagnar til íþróttaráðs.

Íþróttaráð fagnar umræðu um að stuðla að aukinni fjölbreytni í hreyfingu barna og ungmenna og felur starfsmönnum íþróttadeildar að kanna hvort og með hvaða hætti hægt er að koma því til framkvæmda við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

9.1203023 - Umsókn um styrk v/kraftlyftinga

Lagt fram að nýju erindi dagsett 27/3 sl. frá kraftlyftingardeild Breiðabliks, nú með samþykki stjórnar félagsins, um styrk til kaupa á alþjóðlegum keppnisstöngum og lóðum fyrir deildina. Sótt er um 1.200 þús kr.

Íþróttaráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðni deildarinnar/félagsins að þessu sinni enda hefur allri þeirri fjárveitingu sem er á fjárhagsáætlun árið 2012 til tækjakaupa nú þegar verið ráðstafað.

10.1204102 - Mentorverkefnið Vinátta

Óskað er eftir því að mentor og barn fá niðurfell gjöld að sundlaugum bæjarnis á tímabilinu 1. okt til 30. apríl 2012-2013.

Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og fagnar framtakinu. Auk þess telur íþróttaráð að verkefni eins og hér um ræðir stuðli að aukinni kynningu fyrir sundlaugar Kópavogs og felur starfsmönnum íþróttadeildar að gera tillögu að framkvæmd slíkra verkefna.

11.1204101 - Iðkendastyrkir 2012

Fyrirkomulag iðkendastyrkja 2012 kynnt fyrir ráðinu.

12.1204111 - Niðurgreiðsla á tómstundarstarfi

Kynntur tölvupóstur frá foreldrum barns úr Klettaskóla vegna Frístundaheimilins Garðs dags. 12. mars.

Lagt fram.

Íþróttaráð telur mikilvægt að stöðug endurskoðun fari fram á reglum um niðurgreiðslur og styrkjakerfi íþrótta- og tómstundamál.

13.1204200 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í landsmóti UMFÍ 50

Frá íþróttafélaginu Glóð, dags. 13/4, óskað eftir styrk vegna Landsmóts UMFÍ 50+, sem haldið verður 8. - 10. júní nk.
Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu íþróttaráðs á fundi sínum 18. apríl sl.

Íþróttaráð og áður ÍTK, hefur ekki styrkt íþróttalið til þátttöku í mótum innanlands hvort sem um hefur verið að ræða íslandsmót og bikarkeppnir sérsambanda ÍSÍ eða landsmót UMFÍ og synjar því styrkbeiðni félagsins.

14.1204228 - Sundlaugar. Viðhald 2012.

Samþykkt framkvæmdaráðs varðandi viðhaldsframkvæmdir kynnt. Tímabundin skerðing þjónustu.

Deildarstjóri  íþróttadeildar gerði grein fyrir væntanlegum viðhaldsframkvæmdum í sundlaugunum í Kópavogi.  Íþróttaráð telur mikilvægt að skerðing þjónustu, framvinda og verklok vegna viðgerða verði vel kynnt fyrir sundlaugargestum.

Fundi slitið - kl. 19:00.