Íþróttaráð

15. fundur 15. ágúst 2012 kl. 12:00 - 13:45 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir formaður
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Elvar Freyr Arnþórsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208340 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2012/2013

Lagðar fram tímatöflur fyrir íþróttamannvirki bæjarins fyrir komandi vetur.  Töflurnar taka mið af óskum íþróttafélaganna um skipan þjónustusvæða.

Íþróttaráð samþykkir framlagðar tímatöflur fyrir sitt leiti en mun eftir sem áður úthluta ónotuðum tímum til annarra aðila.

2.1203020 - Staða samninga við íþróttafélögin 2012

Undir þessum lið kom Páll Magnússon bæjarritari og gerði grein fyrir stöðu samninga við íþróttafélögin.

3.1208346 - Ársreikningar íþróttafélaga 2011

Lagt fram yfirlit yfir afkomu og skuldastöðu íþróttafélaganna í bænum vegna ársins 2011.

Starfsmönnum íþróttadeildarinnar falið að hafa samband við félögin um skýringar og úrbætur á fjárhagsstöðu sinni þar sem við á.

4.1206545 - Umsókn um æfingatíma fyrir yngri flokka í Kórnum

Tekið til afgreiðslu erindi frá Körfuknattleiksdeild Augnabliks dags. 26. júní sl. er frestað var á síðasta fundi ráðsins. Þar var sótt um æfingatíma í íþróttahúsi Kórsins fyrir veturinn 2012-13 fyrir yngri flokka deildarinar.

Með vísan til  samþykktar ráðsins um úthlutun æfingatíma til íþróttafélaga í bænum fyrr á fundinum synjar ráðið erindinu og bendir forsvarsmönnum körfuknattleiksdeildarinnar á að leita samstarfs við HK um æfingatíma fyrir yngstu iðkendurna.

kl. 13:20 vék Anna María Bjarnadóttir af fundi.

5.1208458 - Styrkbeiðni v/ endurnýjunar á parketgólfi

Lagt fram erindi frá Dansíþróttafélagi Kópavogs dags. 14. ágúst 2012 þar sem félagið óskar eftir styrk til kaupa á parketgólfi í húsnæði félagsins að Auðbrekku 17.

Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500 þúsund til kaupa á smelluparketi fyrir starfsemina og rúmast það innan fjárhagsáætlunar 2012.

6.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Íþróttaráð samþykkir tillögu formanns um að fela starfsmönnum að undirbúa stefnumótunarfund um íþróttamál í Kópavogi  í samstarfi við hlutaðeigandi aðila.

Fundi slitið - kl. 13:45.