Íþróttaráð

25. fundur 16. maí 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1305352 - Leiðrétting formanns íþróttaráðs

Una María Óskarsdóttir formaður íþróttaráðs vill gera ráðinu grein fyrir því að eftirfarandi bókun sem hún lagði fram í Bæjarstjórn Kópavogs  23. apríl sl.  var ranglega færð undir fundargerð íþróttaráðs en átti að bókast undir fundargerð  SSH frá 8. apríl sl.,  en hún hljóðar svo; "Áskorun um að bæjarstjórn Kópavogs hafi forgöngu um að hefja snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, þannig að aðstaða til skíðaiðkunar batni."  

2.1208451 - Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog

Lagt fram til kynningar erindi frá Siglingasambandi Íslands dags. 22. apríl sl. Þar lýsir sambandið áhyggjum sínum yfir áformum um reiðhjólabrú yfir Fossvog sem hafi veruleg áhrif á siglingastarfsemi á svæðinu.

3.1304210 - Styrkbeiðni vegna Kópavogsþríþrautar 2013.

Erindi frá Þríþrautafélagi Kópavogs, (ÞRIKO), ódags.,um stuðning Kópavogsbæjar við framkvæmd Kópavogsþríþrautar 12. maí sl. sem var tekið fyrir í bæjarráð þann 11. arpíl sl,. og vísað til afgreiðslu íþróttaráðs.

Þríþrautin tókst vel og var metþátttaka að þessu sinni.  ÞRIKO naut jafnframt aðstoðar starfsmanna bæjarins við undirbúning hlaupsins.   Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 50 þús kr. vegna þríþrautarinnar.

4.1302220 - 5. Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015. Viðhorf íþróttafélaganna

Íþróttadeildin sendi út fyrirspurn til íþróttafélaganna í bænum um afstöðu til að sækja um mótið árið 2015.

Svör íþróttafélaganna sem bárust við fyrirspurn íþróttadeildar lýstu litlum áhuga.

5.1302221 - 19. Unglingalandsmót UMFÍ 2016. Viðhorf íþróttafélaganna

Íþróttadeildin sendi út fyrirspurn til íþróttafélaganna í bænum um afstöðu til að sækja um 19. Unglingalandsmót UMFÍ 2016.

Þau íþróttafélög sem svöruðu fyrirspurn íþróttadeildar, töldu að unglingarlandsmótin væri betur sett  úti á landsbyggðinni en á höfðuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgi.

6.1302222 - 28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021. Viðhorf íþróttafélaganna.

Íþróttadeildin sendi út fyrirspurn til íþróttafélaganna í bænum um afstöðu til að sækja um eitthvert umræddra Landsmóta á vegum UMFÍ á næstu 8 árum.

Umsóknarfrestur til að sækja um þessi mót er til 30. sept. nk. þannig að íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til haustsins. 

7.1303069 - Íþróttafélagið Glóð - aðstaða fyrir félagsstarf.

Starfsmönnum íþróttadeildar var falið að kanna með heppilega aðstöðu fyrir félagið milli funda.

Afgreiðslu frestað.

8.1303201 - Skotfélag Kópavogs. Erindi vegna aðstöðu félagsins.

Tekið fyrir erindi frá Skotfélagsins um endurbætur á aðstöðu félagsins kjallara íþróttahússins Digraness. Starfsmenn leggja til að keypt verði gólfþvottavél fyrir aðstöðuna og kannað verði með bætta loftræstingu og lýsingu í æfingarýminu í samvinnu við umhverfissvið.

Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að ákvörðun um kaup á gólfþvottavél og aðrar umbætur á aðstöðunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

9.1303313 - Æfingatímar í skautahöllum

Tekið til afgreiðslu erindi frá Skautafélaginu Fálkum dagsett 17. mars sl. þar sem félagið óskaði eftir æfingatímum fyrir starfsemi sína frá hausti 2013. Starfsmönnum var falið að kanna málið frekar á síðasta fundi ráðsins.

Lagt fram minnisblað íþróttadeildar frá 14. maí þar sem fram kemur að engir lausir tímar eru í skautahöllum Reykjavíkur nema snemma á morgnanna virka daga og á laugardagskvöldum.  Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum félagsins að sinni.  

10.1304057 - Iðkendastyrkir 2013

Drög að úthlutun iðkendastyrkja kynnt.  Starfsmönnum falið að leggja fram formlegar úthlutunarreglur á næsta fundi ráðsins.

11.1305266 - Afreksstyrkir 2013

Starfsmönnum falið að endurskoða "Reglugerð fyrir afrekssjóð ÍTK" og leggja fyrir íþróttaráð á næsta fundi.

12.1305353 - Styrkbeiðni vegna landsliðsverkefna

Lagt fram erindi frá fimm leikmönnum í unglingalandsliðum í körfuknattleik vegna ferða þeirra til Svíþjóðar og Danmerkur.

Frestað.

13.1305354 - Styrkbeiðni vegna ferðar á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg

Lagt fram erindi frá Laufeyju Björk Sigmarsdóttur dags. 22. apríl sl. vegna þátttöku hennar á Smáþjóðaleikunum í Lúx.

Frestað.

14.1305355 - Göngu- og hlaupaleiðakort íþróttaráðs.

Íþróttaráð felur starfsmönnum að vinna að uppfærslu göngu- og hlaupaleiðakorts fyrir Kópavogsbúa.

Fundi slitið - kl. 19:00.