Íþróttaráð

54. fundur 17. desember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1512029 - Íþróttahátíð Kópavogs 2015

Lögð fram tillaga að dagskrá íþróttahátíðarinnar og skipulagi hennar.
Farið yfir dagskrá og skipulag Íþróttahátíðar Kópavogs 2015 sem haldin verður í Smáranum í byrjun janúar nk.
Samþykkt að fela deildarstjóra að festa nýja dagsetningu fyrir hátíðina í samráði við staðarhaldara.

2.1512428 - Breiðablik körfuknattleiksdeild. Tilnefning íþróttakarls/konu í flokki 13-16 ára 2015.

Lögð fram tilnefning til íþróttakarls/konu vegna aldurflokksins 13-16 ára frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks, sem vegna mistaka var ekki lögð fram á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir að veita Hafsteini Guðnasyni viðurkenningu í flokki 13-16 ára.

3.1512424 - Flokkur ársins 2015

Lagður fram listi með tilnefningum íþróttafélaganna í Kópavogi vegna flokks ársins 2015.
Frestað til næsta fundar.

4.1512425 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs 2015

Lagður var fram kjörseðill vegna kjörs á Íþróttakarli og Íþróttakonu Kópavogs 2015 sem sendur var út með fundarboði.
Frestað til næsta fundar.

5.1512539 - Viðmiðunarreglur um notkun Kópavogsvallar

Lögð fram tillaga formanns íþróttaráðs um reglur um notkun á Kópavogsvelli.
Almennar umræður. Íþróttafulltrúa falið að senda framlögð drög til umsagnar til HK og Breiðabliks.

6.1507490 - Breiðablik knattspyrnudeild-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kóp.2015-2016

Greint var frá því að bæjarráð samþykkti fyrr í dag nýja gjaldskrá knatthúsa í Kópavogi.
Íþróttaráð fagnar ákvörðun Bæjarráðs um breytingu á gjaldskrá fyrir knatthúsin í Kópavogi en íþróttaráð beitti sér fyrir slíkri hækkun strax í ágúst á þessu ári. Samkvæmt því sem fram kom á fundi íþróttaráðs ætti breytingin að auka svigrúm til úthlutunar á tímum til knattspyrnufélaganna um næstu áramót um 3 - 6 tíma. Íþróttaráð felur íþróttadeild að vinna með knattspyrnudeildunum um útfærslu á nýtingu þeirra tíma sem hér um ræðir.

7.15082774 - Skautasvell í Kópavogi

Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram minnisbað um skautasvell í Kópavog. Fjallað um mögulega staðsetningu, kostnað o.fl.
Almennar umræður. Íþróttaráð styður áfram hugmyndir um skautasvell í Kópavogi. Felur íþróttadeild að vinna áfram í málinu.

Fundi slitið.