Íþróttaráð

20. fundur 19. desember 2012 kl. 16:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208346 - Ársreikningar íþróttafélaga 2011

Lögð fram svarbréf íþróttafélaganna, HK dags. 20. nóv. sl. og Breiðabliks dags.29.nóv sl., við fyrirspurn íþróttaráðs frá 15. fundi ráðsins um rekstrarafkomu félaganna árið 2011.

Starfsmenn íþróttadeildar greindu frá fundum með fulltrúum HK og Breiðabliks þar sem fram komu áhyggjur vegna fjárhagsörðugleika ákveðinna deilda. Annars kom fram að fjárhagsstaða HK og Breiðabliks er með ágætum. 

2.1212059 - Öldungamót BLÍ 2013

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK f.h. blakdeildar félagsins vegna árlegs Öldungamóts BLÍ sem halda á í Kórnum dagana 28. til 30 apríl nk. Sambærilegt erindi var lagt fram til ráðsins 22. mars 2011 vegna Öldungamóts 2012 þar sem "Íþróttaráð féllst á erindið enda fæli það ekki í sér neinn beinan kostnað fyrir bæjarfélagið". Mótið 2012 fór hins vegar fram á Siglufirði sl. ár og er því beiðnin endurnýjað fyrir árið 2013 með framlögðu erindi.

Íþróttaráð samþykkir erindið og fagnar því að fá svo fjölmennt íþróttamót og stóran viðburð í bæinn.

3.1211207 - Skíðaspor í Fossvogsdal. Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ

Erindi frá Skíðagöngufélaginu Ulli dags. 11. nóv. 2012, þar sem óskað er eftir leyfi til að leggja skíðaspor í Fossvogsdal í samvinnu og samráði við Kópavogsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til úrvinnslu sviðsstjóra menntasviðs.

Lagt fram til kynningar.

Íþróttaráð fagnar erindi Skíðagöngufélagsins Ulls um aukna skíða- og íþróttamöguleika í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.