Íþróttaráð

45. fundur 19. febrúar 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1410671 - Pólski skólinn - Umsókn um frístundastyrk.

Tekið til afgreiðslu erindi Pólska skólans dagsett 31.október sl., varðandi umsókn um aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar, en erindinu var frestað á fundi ráðsins 4.nóv. sl., og starfsmönnum falið að afla frekari upplýsinga um málið.
Starfsmenn íþróttadeildar leggja til að umsóknin verði samþykkt. Með tilvísun til fyrstu greinar reglna um frístundastyrki Kópavogsbæjar samþykkir Íþróttaráð tillögu íþróttadeildar. Sigurjón Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

2.1502663 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogs v/ gítarkennslu

Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Haraldssyni, dags. 12.janúar sl., með umsókn um, að Gítarnámskeið sem hann stendur fyrir í samstarfi við dægradvalir þriggja grunnskóla í bænum, verði gjaldgengt í tómstundastyrkjakerfi (frístundastyrkakerfi) Kópavogsbæjar.
Starfsmenn íþróttadeildar leggja til að umsókninni verði synjað. Með tilvísun til reglna um frístundastyrki Kópavogsbæjar hafnar Íþróttaráð erindinu.

3.1502212 - Íþróttadeild-Erindi varðandi íþróttastyrk

Lagður fram tölvupóstur dags. 5. febr. sl., frá íbúa í Kópavogi, sem óskar eftir því við íþróttaráð Kópavogs að ráðið íhugi sérstaka stöðu barna sem glíma við svokallaða "líkamsblindu" gagnvart líkamsrækt og með hvaða hætti þau geti nýtt sér frístundastyrk frá bæjarfélaginu.
Erindinu frestað og starfsmönnum falið að afla ítarlegri upplýsinga um málið.

4.1502117 - Íþróttadeild - Beiðni um afnot af Smárahvammsvelli undir Cricket sumarið 2015.

Lögð fram umsókn frá formanni Iceland Cricket Team, dags. 3. febrúar sl., þar sem óskað er eftir afnotum af Smárahvammsvelli undir Cricketæfingar einu sinni í viku um helgar frá miðjum maí til ágústloka og undir eitt fjögurra landa Cricketmót sem haldið verður í sumar á vegum félagsins.
Íþróttaráð samþykkir beiðnina og felur starfsmönnum að afgreiða málið.

5.1402348 - Ástand knattspyrnuvalla árið 2014

Lagðar fram skýrslur um ástand og viðhaldsframkvæmdir knattspyrnuvalla bæjarins á árinu unnar af forstöðumanni og starfsmönnum ásamt úttektarskýrslu Bjarna Þórs Hannessonar grasvallartæknifræðingi unnin í okt-nóv. á sl. ári
Undir þessum lið sat forstöðumaður knattspyrnuvalla fundinn og gerði grein fyrir framlögðum skýrslum sem og umhirðu og viðhaldsaðgerðum sem framkvæmdar voru á árinu 2014. Svaraði forstöðumaður fyrirspurnum ráðsmanna um rekstrar- og þjónustuþætti vallanna.

6.1502449 - Málefni sundlauga 2015

Lagt fram yfirlit um aðsókn sundlauganna frá 1999-2014 og tillögur forstöðumanna og íþróttadeildar um þjónustutíma á hátíðar- og helgidögum (rauðum dögum) árið 2015.
Undir þessum lið sátu forstöðumenn beggja sundlauganna fundinn. Rædd voru öryggismál sundlauganna og með hvaða hætti staðið væri að þjálfun og viðbrögðum starfsmanna er neyðartillfelli koma upp í sundlaugarmannvirkjunum.
Íþróttaráð leggur áherslu á öryggisþætti í sundlaugunum, sem rædd voru á fundinum. Forstöðumenn sundlauganna og starfsmenn Íþróttadeildarinnar munu áfram vinna að þessum mikilvæga málaflokk.
Deildarstjóri Íþróttadeildar kynnti hugmyndir að opnun sundlauganna á rauðum dögum. Lagðir voru fram útreikningar yfir rauða daga á undanförnum árum sem sýnir að umræddir dagar koma ágætlega út fjárhagslega. Íþróttaráð felur deildarstjóra að fylgja málinu eftir við Bæjarráð.

7.1502561 - FrísKó - Rafræn lausn Frístundastundastyrkja Kóapvogsbæjar

Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir innleiðingu rafrænnar lausnar frístundastyrkjanna sem hófst í upphafi árs.
Íþróttaráð lýsir ánægju með framkvæmd verkefnisins.

Fundi slitið.