Íþróttaráð

50. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1508317 - Erindi varðandi frístundastyrk barna.

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. ágúst sl., frá íbúa í Kópavogi. Þar gerir hann athugasemdir við þröngan ramma reglna um úthlutun frístundastyrkja hjá sveitarfélaginu þá sér í lagi það að árskort í líkamsrækt séu ekki styrkhæf. Hvetur hann ráðið til að endurskoða reglurnar í þessu tilfelli.
Almennar umræður. Íþróttaráð telur ekki ástæðu til að breyta nýsamþykktum reglum um frístundastyrki. Íþróttaráð telur hins vegar rétt að umræða sem tengist breytingum á þeim reglum sem hér um ræðir verði tekin í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi við lýðheilsustefnu Kópavogs.

2.1507490 - Breiðablik knattspyrnudeild-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kóp.2015-2016

Lagt fram erindi knattspyrnudeildar Breiðabliks dags. 26. maí sl., með umsókn um æfingatíma veturinn 2015-16.
Vegna mistaka fórst fyrir að leggja erindið fram og taka aftstöðu til þess, við úthlutun á æfingatímum í íþróttamannvirkjum á fundi íþróttaráðs þann 25. júní sl.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Breiðabliks dags. 22. júlí, með viðbótaróskum um æfingatíma.
Íþróttaráð biðst velvirðingar á því að upphaflegt erindi var ekki lagt fyrir á réttum tíma.
Deildinni er úthlutað sömu æfingatímum í Fífunni og í Fagralundi og síðast liðinn vetur undir starfsemi sína.
Íþróttaráð getur ekki tryggt deildinni tvo gervigrasvelli í fullri stærð sem eru nothæfir allan veturinn á meðan gervigrasvöllur í Fagralundi er ekki upphitaður. Íþróttaráð getur ekki orðið við beiðni deildarinar um að fá afnot að Fífunni til kl. 22:00 virka daga vikunnar þar sem deildinni eru settar ákveðnar kvaðir við að afla tekna af útleigu hallarinnar.
Íþróttaráð úthlutar deildinni 4 tímum á sunnudögum í Digranesi og 6 í Kársnesi á laugardögum fyrir iðkendur 8 ára og yngri.
Íþróttaráð vísar ósk um aðstöðu við Smárann eða í nágrenni hans fyrir styrktarþjálfun fyrir iðkendur 13 ára og eldri til gerðar fjárhagsáætlunar en bendir jafnframt á að nú þegar hafi Breiðablik styrktaraðstöðu til afnota í stúku Kópavogsvallar fyrir starfsemi sína.
Að lokum vísar Íþróttaráð umsókn er fram kemur í tölvupósti frá 22. júlí frá, enda viðbótaróskir við fyrra erindi og of seint fram komnar samanber reglur um úthlutun æfingatíma er samþykktar vori í maí sl.

Bókun íþróttaráðs:
Í ljósi fjölgunar iðkenda í knattspyrnu hjá félögunum í Kópavogi og samhliða því aukinnar eftirspurnar eftir tímum í knatthúsunum tveimur þá felur íþróttaráð íþróttafulltrúa að skoða hvort svigrúm sé til að endurskoða gjaldskrá um útleigutíma í knatthúsunum með það að markmiði að hækka verð á hvern útleigutíma. Þannig verður hugsanlega til svigrúm til þess að ná fram sömu leigutekjum en á færri útleigutíma. Ætti það að gefa svigrúm til þess að fjölga tímum til úthlutunar til knattspyrnufélaganna, þá sérstaklega í barna og unglingastarfi, þar sem vöxtur í fjölda iðenda hefur verið hvað mestur.
Þá þarf auk þess að meta framtíðarþörf knattspyrnufélaganna hvað aðstöðu varðar í vinnu starfshóps um framtíðarskipan knattspyrnu í Kópavogi sem hefur nú þegar hafið störf.

3.1507191 - Menntasvið-ráðning forstöðumanns Salalaugar

Deildarstjóri greindi frá því að Guðmundur Þ. Harðarson hefur látið af störfum sem forstöðumaður sundlaugarinnar í Versölum vegna aldurs.
Guðmundur Halldórsson hefur verið ráðinn í hans stað og mun hann hefja störf í Salalaug eftir miðjan september.
Um leið og íþróttaráð þakkar Guðmundi Þ. Harðarsyni fyrir vel unnin störf í rúm 20 ár hjá Kópavogsbæ, býður ráðið Guðmund Halldórsson nýjan forstöðumann, velkominn til starfa.

4.1507094 - Sótt um æfingaaðstöðu í Kórnum fyrir Cricket 2015-16

Lagt fram erindi í tölvupósti, dags. 6. júlí sl., frá forseta Iceland Cricket Club, þar sem óskað er eftir aðstöðu til æfinga fyrir "The Iceland Cricket Academy" á föstudagskvöldum og sunnudagsmorgnum í Kórnum næsta vetur.
Íþróttaráð getur ekki orðið við beiðni félagsins þar sem allir æfingatímar hallarinnar eru í fullri notkun.

5.15081387 - Iceland Winter cup 2016- sótt um aðstöðu fyrir mót

Lagt fram erindi í tölvupósti, dags. 5. ágúst sl., frá forseta Iceland Cricket Club, þar sem óskað er eftir að fá Kórinn til afnota fyrir Iceland Winter Cup í Cricket, dagana 28. til 30. október 2016.
Frestað og starfsmönnum falið að kanna málið fyrir næsta fund.

6.15081399 - HK-leigutímar í Kórnum 2015-2016

Lagður fram tölvupóstur dags. 13. ágúst sl., frá formanni knattspyrnudeildar HK, þar sem óskað er eftir að HK geti leigt áfram sömu tíma og félagið leigði sl. vetur.
Almennar umræður,
Vísað er til bókunar íþróttaráðs undir dagskrárlið 2 varðandi endurskoðun gjaldskrár á útleigutímum knatthúsana. Afgreiðslu frestað.

7.15081517 - Breiðablik - Afstaða aðalstjórnar Breiðabliks við ályktun frá aðalfundi knattspyrnudeildar félagsins

Lagt fram svarbréf aðalstjórnar Breiðabliks dags. 14. ágúst sl., við fyrirspurn íþróttaráðs frá 23. júní sl. , þar sem óskað var eftir afstöðu aðalstjórnarinnar við ályktun aðalfundar Knattspyrnudeildar félagsins í mars sl.
Lagt fram, afgreiðslu frestað.

8.15081802 - Gerpla - Ósk um endurskoðun á framlagi vegna þjónustusamnings

Lagt fram erindi Íþróttafélagins Gerplu dags. 13. ágúst sl., þar sem óskað er eftir því að framlag vegna þjónustusamnings, verði uppfært úr flokki I í flokk II, þar sem iðkendatölur félagsins eru verulega yfir fyrri viðmiðum.
Lagt fram. Vísað til Íþróttadeildar til úrvinnslu.

9.15082774 - Skautasvell í Kópavogi

Formaður íþróttaráðs gerir grein fyrir hugmyndum um skautasvell.
Almennar umræður.
Íþróttaráð felur íþróttafulltrúa í samráði við umhverfissvið að kanna möguleika á heppilegri staðsetningu og útfærslu á tímabundnu skautasvelli yfir köldustu mánuði næstkomandi vetrar. Málið aftur rætt þegar frekari tillögur liggja fyrir.

10.15062265 - Augnablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lagðar fram upplýsingar frá HK og Breiðablik um lausa æfingatíma í Smáranum og Kórnum
Íþróttaráð samþykkir að úthluta Körfuknattleiksdeild Augnabliks keppnistímum í Kórnum á sunnudögum á komandi keppnistímabili. Nánari útfærsla tíma skal unnin af íþróttadeild.
Auk þess þá felur íþróttaráð íþróttafulltrúa að útvega Körfuknattleiksdeild Augnabliks æfingatímum fyrir barna og unglingastarf tvisvar í viku, þar af annan tímann á sunnudögum og hinn á virkum degi, samtals 4 tíma.
Sigurjón Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

11.1505592 - Íþróttafélag Stál-Úlfs-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lagðar fram upplýsingar frá HK og Breiðablik um lausa æfingatíma í Smáranum og Kórnum
Íþróttaráð samþykkir að úthluta Körfuknattleiksdeild Stálúlfs keppnistímum í Fagralundi eða Smáranum á sunnudögum á komandi keppnistímabili. Nánari útfærsla tíma skal unnin af íþróttadeild.

Fundi slitið.