Íþróttaráð

28. fundur 19. september 2013 kl. 12:00 - 12:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1305266 - Afreksstyrkir 2013

Íþróttaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um Afrekssjóð íþróttaráðs. Auglýst verður eftir umsóknum í október og styrkir veittir á Íþróttahátíð Kópavogs.

2.1309281 - Sunddeild Breiðabliks - Erindi v/ sundkennslu og þjálfunar í innilaug Versölum

Erindi frá Sunddeild Breiðabliks, dags. 11. september 2013, þar sem m.a er óskað eftir að innilaug sundlaugarinnar í Versölum verði lokuð meðan æfingar hjá E-hópi fara fram.

Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk sunddeildar um lokun laugar en felur starfsmönnum að koma til móts við aðrar óskir Sunddeildar eins og kostur er.

3.1309282 - GKG - Ósk um ferðastyrk v/ þátttöku A sveitar kvenna á EM klúbliða.

Erindi frá Golfklúbbi GKG, dags. 11. september 2013, þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna þátttöku kvennasveittar GKG í EM klúbbliða 26.-28. september í Búlgaríu.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

4.1309165 - Dale Carnegie - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ sjálfstyrkingarnámskeiða yrir bör

Lagður fram tölvupóstur dags. 29. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ sjálfstyrkingarnámskeiða sem Dale Carnegie býður upp á.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Dale Carnegie um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna sjálfstyrkingarnámskeiða, með fyrirvara um samþykki Forvarnar- og frístundanefndar.

5.1309345 - Kynning frá Markaðsstofu Kópavogs

Á fundinn mættu Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastýra Markaðsstofu Kópavogs og Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar. Þær kynntu starfsemi Markaðsstofunnar.

Fundi slitið - kl. 12:00.