Jafnréttis- og mannréttindanefnd

3. fundur 24. maí 2011 kl. 16:15 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Jafnréttis- og mannréttindanefnd ákveður að fela starfsmönnum þeirra nefnda sem ákveðið var af bæjarráði að skyldu koma að verkefninu að vinna drög að áætlun til að sporna við einelti innan stofnanna bæjarins.  Jafnréttisráðgjafi verður í forsvari fyrir starfshópnum.

2.1104294 - Landsþing jafnréttisnefnda 2011

Jafnréttis- og mannréttindanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að dagskrá.

3.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Jafnréttis- og mannréttindanefnd telur brýnt að herða eftirlit með framkvæmd laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.   Nefndin felur jafnréttisráðgjafa að afla upplýsinga um fjölda og staðsetningu vinveitingastaða í Kópavogi.  Þá er jafnréttisráðgjafa falið að óska upplýsinga frá lögreglu um starfsemi vínveitingastaða í bænum og hvernig eftirliti með stöðunum er háttað.  Jafnréttisráðgjafa er falið að senda vínveitingastöðum afrit af bókun nefndarinnar til upplýsinga.

 

Fundi slitið - kl. 19:15.