Jafnréttis- og mannréttindanefnd

12. fundur 23. maí 2012 kl. 17:15 - 18:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1111271 - "Dirty Night" á skemmtistaðnum Players í Kópavogi

Lagt fram til kynningar bréf frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu dags. 30. apríl 2012 þar sem tilkynnt er að fallið hafi verið frá rannsókn málsins.

Jafnréttis- og mannréttindaráð áréttar bókun sína frá 12. nóvember 2012.

2.1104271 - Niðurstaða könnunar á kynjaskiptingu í nefndum og ráðum 2011-2014

Niðurstaða athugunar á kynjaskiptingu í nefndum, ráðum og stjórnum eftir breytingar sem gerðar voru á fimm nefndum í apríl 2012 leiðir í ljós að 64% nefndarmanna eru karlar og 36% konur.

 

Ráðið áréttar bókun sína frá 7. mars sl. og óskar eftir skýringum á ástæðum þess að jafnréttisstefnu bæjarins er ekki fylgt við kosningar í nefndir.

3.1204258 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning Kópavogs 2012

Lagðar fram til kynningar þær tilnefningar sem hafa borist en frestur til þess að senda inn tilkynningu er til 1. júní nk.  

Ráðið hittast til þess að fara yfir tilnefningar þann 4. júní nk. kl. 12:00.

4.1205250 - Launakönnun skv. jafnréttisáætlun 2012

Lögð eru fram verðtilboð frá Capacent, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri átti lægsta tilboðið.

 

Samkvæmt jafnréttisáætlun skal láta framkvæma könnun á launakjörum karla og kvenna árið 2012.  Ráðið telur mikilvægt að staðið sé við þær tímaáætlanir.  Málinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

5.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur bæjarstjórn til þess að ráða jafnréttis- og mannréttindafulltrúa í fullt starf sem fylgi eftir jafnréttisstefnu bæjarins og gæti að mannréttindum Kópavogsbúa.  

Fundi slitið - kl. 18:30.