Jafnréttis- og mannréttindanefnd

14. fundur 19. september 2012 kl. 17:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Katrín Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir starfsmaður nefndar
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Ritari
Dagskrá

1.1209233 - Kosning formanns jafnréttis-og mannréttindanefndar

Meirihluti Jafnréttis-og mannréttindanefndar er sammála um að Ragnheiður kristín Guðmundsdóttir verði formaður

Jafnréttis-og mannréttindanefndar Kópavogs.

2.1207649 - Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála

Lagt fram til kynningar. Jafnréttis-og mannréttindanefnd ásamt jafnréttisráðgjafa og starfsmannastjóra

Kópavogs skulu koma að gerð skýrslunnar.

3.1204258 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning Kópavogs 2012

Formaður og starfsmaður nefndar muna finna tímasetningu fyrir afhendingu Jafnréttis-og

mannréttindaviðurkenningu Kópavogs 2012.

4.1208693 - Viðmiðunarreglur Hf. um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög. Drög

Frestað til næsta fundar.

5.1209337 - Fyrirspurn til bæjarstjórnar

Jafnréttis-og mannréttindarnefnd beinir þeirri fyrirspurn til bæjarstjórnar hvort til standi að ráða jafnréttis og mannréttindafulltrúa í fullt starf sem fylgi eftir jafnréttisstefnu bæjarins og gæti að mannréttindum.

Fundi slitið - kl. 17:30.