Jafnréttis- og mannréttindanefnd

2. fundur 05. maí 2011 kl. 16:15 - 17:45 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Jafnréttis- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju sinni með umhverfisstefnuna og leggur til að hún verði samþykkt.

 

Jafnréttis- og mannréttindanefnd minnir á að samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogs skal umhverfi og skipulag hannað með þarfir beggja kynja í huga.  

2.1104024 - Jafnréttisviðurkenning Kópavogs 2011

Tilnefningar sem borist hafa jafnréttisfulltrúa lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Lögð fram tillaga frá fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 12. apríl sl. ,,Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um mótun aðgerðaráætlunar Kópavogs gegn einelti. Í jafnréttisstefnu bæjarins er gert ráð fyrir að aðgerðaráætlun liggi fyrir þegar bregðast skal við eineltismálum. Barátta gegn einelti er mannréttindamál og skal því fela jafnréttis- og mannréttindanefnd að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar í samstarfi við eftirtaldar nefndir:
skólanefnd, leikskólanefnd, íþróttaráð og forvarna- og frístundanefnd."

Janfréttis- og mannréttindanefnd felur jafnréttisráðgjafa að kalla eftir tilnefningum í starfshópinn frá skólanefnd, leikskólanefnd, íþróttaráði og forvarna- og frístundanefnd.

4.1104271 - Niðurstaða könnunar á kynjaskiptingu í nefndum og ráðum 2011-2014

Jafnréttisfulltrúi leggur fram til kynningar niðurstöðu á könnun á kynjahlutfalli í nefndum og ráðum 2011-2014.

Jafnréttis- og mannréttindanefnd lýsir yfir ánægju sinni með niðustöðu könnunarinnar sem sýnir að hlutfall kvenna í nefndum og ráðum bæjarins er 45,5%.  Hins vegar eru brotalamir á því að kynjahlutfall innan nefnda séu í samræmi við jafnréttisstefnu bæjarins.

5.1104294 - Landsþing jafnréttisnefnda 2011

Lagður er fram tölvupóstur frá Jafnréttisstofu þar sem fram koma hugmyndir að fundarefni Landsþings jafnréttisnefnda sem haldið veður í Kópavogi í september.

Jafnréttis- og mannréttindanefnd leggur til að fundurinn verði haldinn dagana 9.-10. september.  Dagskrá þingsins verður unnin í samvinnu við Jafnréttisstofu. 

Fundi slitið - kl. 17:45.