Lögð fram tillaga frá fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 12. apríl sl. ,,Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um mótun aðgerðaráætlunar Kópavogs gegn einelti. Í jafnréttisstefnu bæjarins er gert ráð fyrir að aðgerðaráætlun liggi fyrir þegar bregðast skal við eineltismálum. Barátta gegn einelti er mannréttindamál og skal því fela jafnréttis- og mannréttindanefnd að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar í samstarfi við eftirtaldar nefndir:
skólanefnd, leikskólanefnd, íþróttaráð og forvarna- og frístundanefnd."
Jafnréttis- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju sinni með umhverfisstefnuna og leggur til að hún verði samþykkt.
Jafnréttis- og mannréttindanefnd minnir á að samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogs skal umhverfi og skipulag hannað með þarfir beggja kynja í huga.