Jafnréttis- og mannréttindanefnd

5. fundur 07. september 2011 kl. 17:30 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1104294 - Landsfundur jafnréttisnefnda 2011

Endanleg dagskrá lögð fram.  Hún er rædd og samþykkt.

2.1104024 - Jafnréttisviðurkenning Kópavogs 2011

Formaður jafnréttisnefndar mun tilkynna handhafa jafnréttisviðurkenningarinnar um afhendingu hennar á landsfundi jafnréttisnefndar 9. september nk.

3.1109042 - Námskeið um kynjasamþættingu

Samþykkt að leita eftir samstarfi við Jafnréttisstofu um námskeið um kynjasamþættingu fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn.

Fundi slitið - kl. 19:15.