Jafnréttis- og mannréttindanefnd

7. fundur 11. nóvember 2011 kl. 12:00 - 12:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Erla Karlsdóttir formaður
  • Þorsteinn Ingimarsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1111271 - "Dirty Night" á skemmtistaðnum Players í Kópavogi

Jafnréttis- og mannréttindaráð lýsir vanþóknun sinni á viðburðinum "Dirty Night" sem fara á fram á skemmtistaðnum Players í Kópavogi þann 12. nóvember 2011.  Með því að hlutgera einstaklinga, bæði karla og konur, eins og sýnt er að verði gert á þessu kvöldi, er verið að senda röng skilaboð út í samfélagið og við viljum ekki að slíkt eigi sér stað í bæjarfélaginu okkar.   Viðburðurinn er að áliti ráðsins niðurlægjandi fyrir alla sem í hlut eiga: konur, karla, bæjafélagið og skemmtistaðinn.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð felur jafnréttisráðgjafa Kópavogs að leggja fram kæru á hendur auglýsendum viðburðarins vegna brots á 29. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Fundi slitið - kl. 12:30.