Jafnréttis- og mannréttindanefnd

9. fundur 14. desember 2011 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Erla Karlsdóttir formaður
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorsteinn Ingimarsson aðalfulltrúi
  • Helga Skúladóttir varafulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1111040 - Erindi frá foreldri vegna mismununar í grunnskólum Kópavogs

Jafnréttisráðgjafi aflaði upplýsinga frá grunnskólum Kópavogsbæjar og sóknum í sveitarfélaginu um skipulag fermingafræðslu og fermingaferðalaga vegna kvörtunar foreldris grunnskólabarns um að fermingaferðalög séu farin á skólatíma. Allir sóknarprestar svöruðu og svör bárust frá sjö af ellefu grunnskólum bæjarins.  Þau voru lögð fram og rædd.

 

2.1111535 - Athugun vegna þáttöku trúfélaga í aðventudagskrá grunnskóla í Kópavogi

Jafnréttisráðgjafi skrifaði öllum grunnskólum sveitarfélagsins og óskaði eftir upplýsingum um hvort nemendur færu í kirkjuheimsóknir á aðventunni eða hvort prestur væri fenginn í heimsókn.  Þá var spurt hvað væri gert fyrir þá nemendur sem kysu ekki að taka þátt í undirbúningi jólanna í skólanum.  Að lokum var spurt hvort sérstaklega væri gætt að þeim nemendum sem ekki tækju þátt í jólaundirbúningi eða kirkjuheimsóknum.   Svör bárust frá fimm skólum af ellefu grunnskólum sveitarfélagsins.  Þau voru lögð fram og rædd. 

3.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Allar nefndir sem komu að vinnslu áætlunarinnar hafa samþykkt hana fyrir sitt leyti.  Áætlunin verður send bæjarráði Kópavogs til fullnaðarafgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.