Jafnréttis- og mannréttindanefnd

15. fundur 17. október 2012 kl. 17:15 - 17:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Katrín Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Ritari
Dagskrá

1.1208693 - Viðmiðunarreglur Hf. um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög. Drög

Jafnréttis- og mannréttindanefnd mun vinna að drögum um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög í samvinnu við skólanefnd Kópavogs.

 

2.1111535 - Athugun vegna þátttöku trúfélaga í aðventudagskrá grunnskóla í Kópavogi

Lagt fram til kynningar og umræðu.

3.1210295 - Launakönnuna BSRB

Lagt fram til kynningar. Jafnréttis-og mannréttindanefnd harmar þann kynbundna launamun sem bersýnilega er til staðar skv. niðurstöðu launakönnunar BSRB, og illa gengur að uppræta. Nefndin bíður eftir niðurstöðum launakönnunar fyrir Kópavogsbæ. 

4.1210392 - Jafnréttisráðgjafi

Jafnréttis og mannréttindanefnd vil árétta við bæjarráð að starf jafnréttisráðgjafa eigi að heyra undir starfsmannadeild sem starfsmannastjóri veitir  forstöðu skv. jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar 2010-2014 en ekki Velferðarsvið eins og er í dag

Fundi slitið - kl. 17:15.