Jafnréttis- og mannréttindaráð

22. fundur 02. október 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Einar Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1104027 - Jafnréttisstefna 2010-2014

Jafnréttis- og mannréttindaráð fór yfir jafnréttisstefnu Kópavogs 2010-2014 og aðgerðaráætlun sem á stefnunni byggir.  Aðgerðarhluti stefnunnar er  metnaðarfullur og umfangsmikill.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð telur að til að framkvæma öll verkefnin þurfi að leggja meira til málaflokksins eða endurskoða áætlunina að öðrum kosti.

2.1310048 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar

Lagt fram veggspjald sem ætlað er til kynningar eineltisstefnu bæjarins á vinnustöðum.

3.1310049 - Jafnréttisþing og jafnréttisvika 24. - 1. nóvember 2013

Lagt fram til kynningar.

4.1309059 - Landsfundur jafnréttisnefnda á Hvolsvelli 27. september 2013

Jafnréttisráðgjafi greinir frá landsfundinum sem fram fór á Hvolsvelli 27. september sl.

Fundi slitið - kl. 19:15.