Jafnréttis- og mannréttindaráð

54. fundur 09. mars 2017 kl. 17:00 - 18:40 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Papey
Fundinn sátu:
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sema Erla Serdar aðalfulltrúi
  • Guðmundur Hákon Hermannsson
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Farið yfir stöðu verkefna.

2.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Jafnréttis- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju með lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.

Sema Erla Serdar leggur fram eftirfarandi bókun:
,,Eitt af markmiðunum í nýrri lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar er að hvetja íbúa til aukinnar hreyfingar. Einstaklingarklefar/kynlausir klefar eru mikilvægir til þess að tryggja aðgengi allra að sund- og búningsaðstöðu í bænum. Slíkt myndi hafa hvetjandi áhrif á þá hópa fólks sem hafa ekki getað nýtt sér þær aðstöður sem fyrir eru til þess að gera svo. Því er lagt til að því sé bætt við aðgerðaráætlun bæjarins í lýðheilsumálum að koma slíkum klefum á fót í sund- og búningsaðstöðu bæjarins."

Jafnréttis- og mannréttindaráð tekur undir bókun Semu Erlu.

Jafnréttis og mannréttindaráð telur jafnframt mikilvægt að tryggja aðgengi allra að aðstöðu í íþróttamannvirkjum og á sundstöðum t.d. að lyftur fyrir hreyfihamlaða séu til staðar við sundlaugar og heita potta.

Fundi slitið - kl. 18:40.