Jafnréttis- og mannréttindaráð

58. fundur 20. desember 2017 kl. 17:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sema Erla Serdar aðalfulltrúi
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1712468 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning Kópavogs 2017

Auglýst verður eftir tilnefningum og viðurkenning veitt í janúar.

Almenn mál

2.1712965 - Eineltisteymi Kópavogsbæjar - Ársskýrslur

Jafnréttisráðgjafi kynnti skýrslu eineltisteymis.

Almenn mál

3.1712718 - Gegn kynferðisofbeldi og áreiti

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar umræðu bæjarstjórnar um kynferðislega áreitni og ofbeldi í kjölfar #metoo bylgjunnar.
Skýrt er kveðið á um í jafnréttis- og mannréttindastefnu bæjarins að kynferðisleg og kynbundin áreitni eða ofbeldi er ekki liðið. Mikilvægt er að halda umræðunni áfram á lofti og til staðar er viðbragðsáætlun ef slík mál koma upp.

Fundi slitið - kl. 18:30.