Jafnréttis- og mannréttindaráð

64. fundur 08. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:30 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Ráðið fór yfir jafnréttislög og Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna vegna vinnu við nýja jafnréttisáætlun.

Almenn mál

2.1811073 - Viðurkenninga jafnréttis- og mannréttindaráðs 2018

Auglýst verður eftir tilnefningum til viðurkenningar ráðsins í ár. Frestur er til að skila inn tilnefningum er 4. desember.

Almenn mál

3.1808239 - Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar 2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð vísar málinu til forsætisnefndar til frekari úrvinnslu.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.1810550 - Óskað- eftir upplýsingum um kynjahlutfall í fastanefndum

Lagt fyrir.

Almenn mál

5.1206018 - Baráttudagur gegn einelti, 8. nóvember n.k.

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar því að Kópavogsbær taki þátt í baráttudegi gegn einelti í dag 8. nóvember 2018 og vekji þannig athygli á mikilvægi málefnisins. Einelti á ekki að líðast innan skóla, né annarra stofnanna sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.