Jafnréttis- og mannréttindaráð

65. fundur 06. desember 2018 kl. 17:00 - 18:38 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1811073 - Viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2018

Farið yfir tilnefningar. Jafnréttisráðgjafa er falið að hafa samband við þá aðila sem hljóta viðurkenningu í ár og skipuleggja afhendingu.

Almenn mál

2.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Áframhaldandi vinna að jafnréttisáætlun Kópavogs.

Almenn mál

3.1812415 - Fyrirspurn um heimsóknir grunnskólabarna til trúar- og lífsskoðunarfélaga

Ráðið felur jafnréttisráðgjafa að senda eftirfarandi fyrirspurn til grunnskóla í Kópavogi:
1. Eru farnar skipulagðar heimsóknir til trúar- og lífsskoðunarfélaga á vegum skólans?
2. Hversu margar ferðir eru farnar á ári, hvenær og til hverra?
3. Hvaða árgangar fara í slíkar ferðir?
4. Hvert er fyrirkomulag slíkra ferða?
4.a. Hversu mörg börn úr hverjum árgangi fara í slíkar ferðir?
4.b. Hversu mörg börn úr hverjum árgangi fá undanþágu frá ferðum?
4.c Þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá undanþágu frá ferðum, og ef svo er hver eru þau skilyrði?
4.d. Hvert er fyrirkomulag skráningar í slíkar ferðir?

Fundi slitið - kl. 18:38.