Jafnréttis- og mannréttindaráð

78. fundur 17. september 2020 kl. 17:00 - 18:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Sjá aðgerð 14 - yfirferð jafnréttisáætlunar
Jafnréttis- og mannréttindaráð fór yfir jafnréttisáætlun með hliðsjón af ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og telur áætlunina samræmast Sáttmálanum enda var við gerð áætlunarinnar höfð hliðsjón af Barnasáttmálanum.

Sérstakur kafli í jafnréttisáætluninni fjallar um Barnasáttmálann og innleiðingu hans.

Almenn mál

2.2009425 - Viðurkenning jafnréttis- og mannréttindaráðs 2020

Jafnréttisráðgjafa ef falið að auglýsa eftir tilnefningum.

Almenn mál

3.2009424 - Auglýsing um styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði 2020

Jafnréttisráðgjafa er falið að auglýsa eftir styrkumsóknum.

Almenn mál

4.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Umræða um kynningu og útgáfu
Jafnréttisráðgjafa er falið að láta útbúa rafrænt kynningarefni í samráði við almannatengil bæjarins og að sjá til þess að allir starfsmenn bæjarins fái kynningarefnið sent.

Fundi slitið - kl. 18:00.