Jafnréttis- og mannréttindaráð

81. fundur 15. apríl 2021 kl. 16:30 - 17:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
  • Björn Þór Rögnvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2103162 - Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislaga

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar tilkomu nýrra laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og mun fylgja því eftir innan sveitarfélagsins að ákvæði þeirra séu virt í hvívetna.

Almenn mál

2.2102678 - Fyrirspurn frá Birni Þór Rögnvaldssyni nefndarmanni í jafnréttis- og mannréttindaráði um stöðu innleiðingar á lögum nr. 40-2020, um vernd uppljóstrara

Undirritaður óskar eftir upplýsingum frá Kópavogsbæ um hvort búið sé að gera reglur um verklag við uppljóstrun starfsmanna. Ef svo er ekki, hvenær er fyrirhugað að gera slíkar reglur.


Björn Þór Rögnvaldsson
Fulltrúi Samfylkingarinnar
Verklagsreglur um uppljóstrun starfsmanna skv. lögum um vernd uppljóstrara nr. 40/2020 eru ekki til staðar hjá Kópavogsbæ.


Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur Kópavogsbæ til að fylgja eftir lagaskyldu sinni skv. lögum nr. 40/2020 og semja reglur um verklag um uppljóstrun starfsmanna og kynna fyrir starfsmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:30.