Jafnréttis- og mannréttindaráð

85. fundur 16. mars 2022 kl. 17:00 - 18:20 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Ásmundur Alma Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1703012 - Stefna um málefni innflytjenda

Verkefnastjóri stefnumótunar verður með kynningu.
Auður Finnbogadóttir stefnustjóri Kópavogsbæjar kynnir fyrirkomulag um stefnumótun hja Kópavogsbæ.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.2203786 - Beiðni um upplýsingar frá mannauðstjóra.

Svar mannauðsstjóra við fyrirspurn ráðsins frá 16. desember sl.
Ráðið þakkar fyrir svarið.
Jafnréttisráðgjafa er falið að fylgja fyrirspurn eftir hjá Vinnumálastofnun.

Almenn mál

3.22031681 - Fyrirspurnir frá jafnréttis- og mannréttindaráði

Jafnréttis- og mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þess að ráðið fái svör við fyrirspurnum sínum. Það reynist ráðinu þrautin ein að sinna sínu hlutverki sem stefnumarkandi ráð án þess að fá þær upplýsingar sem leitað er eftir. Það kemur of oft fyrir að ráðinu berst engin eða ófullnægjandi svör við sínum fyrirspurnum.

Fundi slitið - kl. 18:20.