Jafnréttis- og mannréttindaráð

90. fundur 12. október 2022 kl. 17:00 - 18:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgidsóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.22031681 - Fyrirspurnir frá jafnréttis- og mannréttindaráði

Ráðið leggur fram fyrirspurn til bæjarins um upplýsingamiðlun á öðrum tungunmálum en íslensku.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum frá bænum um eftirfarandi:
Er til heildræn tungumálastefna hjá bænum? Ef ekki, stendur til að gera slíka stefnu?

Óskar ráðið eftir upplýsingum frá viðeigandi sviðum um hvernig sé staðið að upplýsingagjöf til íbúa á öðrum tungumálum en íslensku.
Stendur til að bæta þýðingar á heimasíðu Kópavogsbæjar?

Almenn mál

2.2209378 - Erindi vegna umboðsmanns bæjarbúa

Tekið fyrir erindi frá síðasta fundi vegna umboðsmanns bæjarbúa.
Jafnréttis- og mannréttindaráð telur ekki ástæðu til að setja á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa. Samkvæmt málefnasamning bæjarstjórnar er unnið að því að bæta upplýsingaflæði til íbúa. Unnið verður að því bæta þjónustu bæjarins með tæknilausnum sem spara tíma og fjármuni fyrir íbúa og bæjarfélagið sjálft. Tryggja skal að upplýsingum sem komið á framfæri til allra hópa samfélagsins. Einnig er á dagskrá að stofna sérstakt ráð sem leiða mun vinnu við að framfylgja þeim verkefnum sem ráðist verður í til að efla samráð og samskipti við bæjarbúa. Með þessum aðgerðum er verið ráðast að rót vandans sem er upplýsingaflæði og með stofnun slíks ráðs væri komið ígildi umboðsmanns þar sem íbúar geta leita til sé þess þörf.

Almenn mál

3.2209379 - Erindi vegna kosningaþáttöku

Lagt fram svar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar fyrir svarið.

Almenn mál

4.2210298 - Tillaga að breytingu á nafni jafnréttis- og mannréttindaráðs

Formaður ráðsins leggur til nafnabreytingatillögu. "Lagt er til að nafni jafnréttis og mannréttindaráð verði breytt til að standa einnig vörð um réttindi íbúa bæjarins af erlendum uppruna. Lagt er til að nýtt nafn nefndarinnar verði jafnréttis- mannréttinda og fjölmenningarráð."
Erindi frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:45.