Jafnréttis- og mannréttindaráð

106. fundur 29. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Ragnar Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Sólveig Guðrún Pétursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgidsóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2401653 - Fyrirspurn Jafnréttis- og mannréttindaráðs til Menntasviðs

Svar Menntasviðs við fyrirspurn Jafnréttis- og mannréttindaráðs lagt fram.
Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar Menntasviði fyrir svarið og fagnar því að breytingarnar hafi haft jákvæð áhrif á hóp tekjulágra foreldra leikskólabarna í Kópavogi.

Viðbót við bókun frá Indriða. I. Stefánssyni:

Til að finna þau jaðartilvik sem kynnu að vera væri gott að fá frekari greiningu þar sem að kæmu fram tíundir af þeim sem greiða gjöld og áhrifin af breytingunni skoðaðar fyrir hverja tíund.

Almenn mál

2.24042632 - Fyrirspurn Indriða I. Stefánssonar um ákvarðanatöku í velferðarþjónustu

Fá til umfjöllunar er hvernig bærinn tryggir aðkomu skjólstæðinga velferðarþjónustu að ákvörðunum um eigin mál.Eins og kom fram í Kveik í gær lýsti einn skjólstæðingurinn því að haldinn hafi verið fundur um hennar mál með lögrfræðingum og félagsráðgjöfum en henni ekki boðið á fundinn.Ég myndi telja nauðsynlegt að sé þess nokkur kostur fái fólk tækifæri á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í málum sem þau varða.Þannig myndi ég vilja fá kynningu á því hvaða viðmið bærinn hefur í þessum málenfum og hvernig þeim viðmiðum er fylgt eftir.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir kynningu frá fulltrúa Velferðarsviðs Kópavogsbæjar á verklagi og framkvæmd einstakra mála sem heyrir undir þjónustu Velferðarsviðs og hvernig tryggð er aðkoma þjónustuþega að afgreiðslu mála.

Almenn mál

3.2208460 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Fyrirspurnir

Erindi frá Ragnari Guðmundssyni er í fylgiskjali.Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir kynningu frá fulltrúum Kópavogsbæjar á sviði upplýsingatækni og persónuverndar um þær reglur sem gilda um notkun nemenda á tækjum og hugbúnaði í eigu skólanna.

Jafnframt er óskað eftir kynningum á meðferð upplýsinga er varðar persónuleg málefni íbúa bæjarins.

Þá óskar jafnréttis- og mannréttindaráð eftir upplýsingum frá Menntasviði um hvaða reglur gilda um heimildir sjálfstæðra félagasamtaka til að vera með kynningu/fræðslu í grunnskólum bæjarins. Einnig hvort að hægt sé að afla upplýsinga um efni frá sjálfstæðum félagasamtökum sem hefur verið notað í fræðslu.

Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum um hvort Kópavogsbær er með áætlun gegn kynbundnu ofbeldi eða hyggst taka hana upp. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig forvarnarstarfi hvaða áætlun Kópavogsbær hefur í forvarnarstarfi gegn kynbundnu ofbeldi.

Upplýsingar um tölfræði sem óskað var eftir í fyrirspurn er að finna á eftirfarandi síðu: https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2024/03/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fyrir-ytri-vef-2023-16.02.2024.pdf


Almenn mál

4.2208460 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Fyrirspurnir

Erindi frá Indriða I. Stefánssyni:Í ljósi fyrra erindis um áhrif eineltisstefnu og nýlegra frétta um eineltismál óska ég eftir umfjöllun um eftirfylgni eineltismála og hversu vel stefnunni er fylgt.
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir kynningu frá Menntasviði um verklag og framkvæmd eineltisáætlana í grunnskólum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.