Erindi frá nefndarmanni Samfylkingarinnar:
Í ljósi þess að stór hluti samskipta við hið opinbera fer fram í gegnum stafræn kerfi, er nauðsynlegt að kanna hvort eldri borgarar og aðrir viðkvæmir hópar njóti jafns réttar skv. jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og mannréttindasáttmála, sem og skv. skyldu sveitarfélaga til að tryggja aðgengi og lífsgæði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir að Kópavogsbær geri úttekt á aðgengi og stuðningi við þessa hópa þegar kemur að notkun stafrænnar þjónustu.