Jafnréttis- og mannréttindaráð

28. fundur 17. september 2014 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir formaður
  • Guðrún Hulda Eyþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Björgvinsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1409294 - 100 ára kosningaréttur kvenna 2015

Lagt fram. Verður tekið aftur fyrir á næsta fundi.

2.1409295 - Boð á landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Jafnréttis- og mannréttindaráð þiggur boð Reykjavíkurborgar á landsfund jafnréttisnefnda sem fram fer 18. og 19. september n.k.

3.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2014-2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð mun fyrir næsta fund kynna sér jafnréttis- og mannréttindastefnu annarra sveitafélaga s.s. mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Haft verður samráð við aðrar nefndir og svið bæjarins um þau málefni sem sett verða á oddinn í aðgerðaráætlun ráðsins.

Jafnréttis- og mannréttindaráð beinir því til bæjarstjórnar að í tengslum við endurskoðun jafnréttis- og mannréttindastefnu bæjarins verði horft til þess að auka stöðugildi jafnréttisráðgjafa og endurskoða starfslýsingu hans.

4.1408255 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning 2014

Auglýsing verður send út rafrænt og frestur gefinn til 13. október til þess að skila inn tilnefningum.

Fundi slitið.