Jafnréttisnefnd

289. fundur 09. mars 2010 kl. 17:15 - 18:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Fundur hafði frestast um viku af óviðráðanlegum orsökum.

1.1002235 - Samstarf vegna jafnréttisviku í MK 2010

Jafnréttisvikan í Menntaskólanum í Kópavogi stendur nú yfir. 8.-11. mars.

Jafnréttisnefnd lýsir ánægju með dagskrá vikunnar þetta árið og þakkar Menntaskóla Kópavogs samstarfið. Una María formaður mun koma í hádeginu á fimmtudag og vera með ávarp ásamt skólameistara.

 

2.911098 - Jafnrétti í skólum, þróunarverkefni

Formleg lok þróunarverkefnisins verða 19. mars n.k. þegar lokaskýrslan verður kynnt á fundi í menntamálaráðuneyti.

Fundarboð lagt fram auk þess sem nefndarmenn, skólaskrifstofa og stjórnmálamenn hafa fengið fundarboð sent í tölvupósti. 

Verið er að vinna að framhaldi verkefnisins, meðal annars námskeiði fyrir kennara/starfsmenn skóla á vegum Jafnréttisstofu og sótti jafnréttisráðgjafi um styrk í endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna þessa fyrir næsta vetur (2010-2011).

3.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Jafnréttisviðurkenning

Jafnréttisráðgjafi hefji undirbúning. Auglýsingar og bréf vegna tilnefninga. Afhending fari fram á maí, kanna með að tengja Kópavogsdögum.

Önnur mál
Jafnréttisráðgjafi sótti Menntaþing 2010, þar sem kynntar voru nýjar áherslur í námsskrá og verður jafnrétti ein af fimm meginstoðum.

Næsti fundur jafnréttisnefndar áætlaður 6. apríl.

Fundi slitið - kl. 18:15.