Jafnréttisnefnd

298. fundur 09. desember 2010 kl. 17:15 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Hjördís Johnson boðaði forföll.

1.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Rætt um verkefni ársins.

Ákveðið að gefa grunnskólum Kópavogs jafnréttiskennslubókina Eru fjöllin blá, fyrir yngsta stigið.

2.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

Svar við fyrirspurn frá síðasta fundi, 297. 3. c)
Kannað verði hvort upplýsingar á vegum bæjarins séu tiltækar á fleiri en einu tungumáli.

Upplýsingar um Félagsþjónustu Kópavogs hafa verið þýddar á ensku, pólsku, rússnesku, spænsku, tælensku og albönsku en það er djúpt á þessum upplýsingum á heimasíðunni og ólíklegt að fólk sem ekki kann íslensku, finni þetta. Slóðin er: http://www.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=view&id=161&Itemid=239

Fundi slitið - kl. 18:00.