Jafnréttisnefnd

288. fundur 02. febrúar 2010 kl. 17:15 - 18:15 Fannborg 2, 1. hæð minna fundarherbergi.
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Formaður bauð Kristínu Ólafsdóttur jafnréttisráðgjafa velkomna aftur til starfa eftir fæðingarorlof.

1.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Verkefni framundan og verkefni síðasta árs.

Farið var yfir fjárhagsramma jafnréttismála fyrir árið 2010 til samanburðar við verkefni og fjárhag 2009. Helstu verkefni ákveðin til vorsins. Afhending jafnréttisviðurkenningar verði í maí. Jafnréttisráðgjafa falið að undirbúa málið.

 

Jafnréttisnefnd lýsir vonbrigðum með að launakönnun var ekki framkvæmd árið 2008 eins og fram kom í bæjarmálasamþykkt. Jafnréttisnefnd beinir því til starfsmannastjóra og bæjaryfirvalda að kanna hvort og hvernig launaskerðingar komi niður á kynjunum meðal starfsmanna bæjarins, s.s. skerðing á yfirvinnu.

2.1002235 - Samstarf vegna jafnréttisviku í MK 2010

Jafnréttisráðgjafi hafi samband við MK um áframhaldandi samstarf vegna jafnréttisviku þar.

3.911098 - Jafnrétti í skólum

Staðan á verkefninu núna.

Jafnréttisnefnd hefur áhuga á að fá kynningu á lokaskýrslu og rannsóknarmati á verkefninu. Unnið er að framhaldi verkefnisins, til dæmis í gegnum Nordplus.

4.1002261 - Barnið komið heim - kynning á námskeiði

Ósk frá ÓB-ráðgjöf um að fá að kynna verkefnið ""Barnið komið heim"".

Jafnréttisnefnd þekkir til verkefnisins og telur ekki þörf á að kynna sér það frekar.

5.1002262 - Eflum lýðræði, konur í sveitarstjórn - bæklingur.

Bæklingur sem gefinn er út af samgöngu- og sveitarstjórráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum.

Bæklingur lagður fram. Verður dreift til bæjarstjórnar og á kaffistofur.

 

 

6.1002263 - Veggspjöld - dagatal. 15 ár frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking og Pekingyfirlýsingunni. Einnig ""Drögum

Veggspjöld til dreifingar

Lagt fram. Verður dreift eins og Jafnréttisstofa óskar, í skóla og opinberar stofnanir svo sem söfn.

Fundi slitið - kl. 18:15.