Leikskólanefnd

71. fundur 14. júní 2016 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir Deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá
Sigurbjörg Egilsdóttir, fulltrúi foreldra, boðin velkomin sem nýr fulltrúi í leikskólanefnd.

1.1606665 - Foreldrakönnun-foreldrar leikskólabarna.

Lagt fram til kynningar
Gerður Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi kom á fundinn og kynnti niðurstöður foreldrakönnunar sem framkvæmd var í vor.

2.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar.

3.16041101 - Daggæsla-dagforeldrar utan Kópavogs

María Kristjánsdóttir, daggæslufulltrúi kynnti stöðu mála. Leikskólanefnd samþykkir tillögu að breytingum á þjónustusamningi við dagforeldra með öllum greiddum atkvæðum.
Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið.