Leikskólanefnd

72. fundur 25. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar
Dagskrá

1.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Sólveig H. Jóhannsdóttir verkefnastjóri kynnir lýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur.
Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði kom á fundinn og kynnti verkefnið.

2.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar
Leikskólanefnd fagnar drögum að framkvæmdaráætlun og mun senda deildarstjóra leikskóladeildar ábendingar ef þurfa þykir.

3.1607170 - Undanþága um skilyrði lögheimilis v.leikskóladvalar

Beiðni um að Kópavogur greiði fyrir leikskóladvöl utan sveitarfélags.
Samkomulag milli bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kveður á um að börn sem flytja á milli sveitarfélaga sé heimilt að dvelja áfram í leikskóla í því bæjarfélagi sem flutt er úr í allt að tólf mánuði frá flutningi lögheimilis.
Erindinu er hafnað á gundvelli ofangreinds samkomulags.

4.16061281 - Leikskóladeild-stöðugildi í eldhús

Leikskólastjórar í Kópavogi óska eftir að í fjárhagsáæltun fyrir árið 2017 verði aukning stöðugilda og matarkvóta í eldhúsum leikskólanna.
Nefndin sýnir málinu skilning en ákvarðanir af fjárhagslegum toga eru samkvæmt erindisbréfi leikskólanefndar ekki á forræði nefndarinnar. Nefndin vísar því erindinu til bæjarráðs til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

5.1608860 - Ósk um breytingar á skipulagsdögum v. námsferðar 2016-2017.

Sigalda ehf. óskar eftir tilfærslu á skipulagsdögum vegna námsferðar næsta vor.
Erindinu er frestað til næsta fundar. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða námsferð

6.1608806 - Leikskóla- og grunnskóladeild, rannsókn v.móttöku og náms flóttabarna á Íslandi.

Hanna Ragnarsdóttir prófessor í fjölmenningarfræðum Menntavísindasviðs HÍ óskar eftir leyfi til að hefja rannsókn á móttöku og námi flóttabarna í Íslandi.
Leikskólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra.

7.1510045 - Starfsáætlanir Dalur

Starfsáætlun leikskólans Dals fyrir leikskólaárið 2016-2017 lögð fyrir
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlunina

8.1510075 - Starfsáætlanir Fagrabrekka

Starfsáætlun leikskólans Fögrubrekku fyrir leikskólaárið 2016 - 2017 lögð fyrir
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlunina

9.1510030 - Starfsáætlanir Arnarsmári

Starfsáætlun leikskólans Arnarsmára fyrir leikskólaárið 2016 -2017 lögð fyrir
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlunina

10.1510083 - Starfsáætlanir Kópasteinn

Starfsfáætlun leikskólans Kópasteins fyrir leikskólaárið 2016 - 2017 lögð fyrir
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlunina

11.1510077 - Starfsáætlanir Fífusalir

Starfsáætlun Heilsuleikskólans Fífusala fyrir leikskólaárið 2016 - 2017 lögð fyrir
Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlunina

12.1510032 - Starfsáætlanir Austurkór

Starfsáætlun leikskólans Austurkórs fyrir leikskólaárið 2016 - 2017 lögð fyrir
Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 18:30.