Leikskólanefnd

41. fundur 01. október 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1309503 - Systkinaforgangur í leikskóla

Pálmi Þór Másson, settur bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið. Pálmi fór yfir stjórnsýslulög hvað varðar systkinaforgang. Einnig fór Pálmi yfir álit lögfræðings Reykjavíkurborgar. Einnig var farið yfir álit Tryggva Þórhallssonar lögfræðings hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Pálmi taldi að skilyrtar innritunarreglur Kópavogsbæjar standist ákvæði stjórnsýslulaga. Það er samdóma álit þessara lögfræðinga að skilyrðislaus forgangur systkina myndi brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

2.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla:

Álfaheiði, Kópasteinn, Grænatún, Baugur, Núpur, Furugrund.

Leikskólanefnd þakkar góðar áætlanir.

3.1309474 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

4.1309580 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

5.1305315 - Ráðning leikskólastjóra Austurkórs

Ráðinn hefur verið leikskólastjóri í leikskólann Austurkór frá 1. janúar 2014.

Guðný Anna Þóreyjardóttir, Miðgarði 5b. Egilsstöðum.

 

6.1309043 - Fundir leikskólastjóra 2013-2014

Fundargerð 2. fundar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóladeildar, lögð fram.  

A: Leikskólafulltrúi dreifði til nefndarmanna dagatali leikskóladeildar.

B: Arnþór Sigurðsson leggur fram eftirfarandi ósk : "Af gefnu tilefni er óskað eftir kostnaðargreiningu á því að boðið sé upp á grænmetisfæði í leikskólum Kópavogsbæjar".

Fundi slitið - kl. 18:30.