Leikskólanefnd

36. fundur 05. mars 2013 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður fræðslusviðs
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Áslaug Pálsdóttir vara foreldrafulltrúi
  • Signý Þórðardóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Skólanámskrá leikskólans Furugrundar lögð fram.

Leikskólanefnd lýsir ánægju sinni með námskrána.

2.1301620 - Beiðni um auka skipulagsdaga starfsárin 2013-2015

Leikskólanefnd mælir með erindi leikskólastjóra, um að starfsmenn leikskóla fái aukið svigrúm til að vinna að útfærslu og innleiðingu nýrra skólanámskráa, skv. nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla og lögum um leikskóla. Nefndin mælir með viðbótarskipulagstímum sem nemi 8 stundum á hvoru skólaári árin 2013-2015, þegar innleiðingu skólanámskráa á að vera lokið. Leikskólanefnd hvetur til að samvinna sé höfð við foreldra um útfærslu. 

Fulltrúi foreldra leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúi foreldra telur að innleiðing nýrra skólanámskráa eigi að falla innan þeirra fimm skipulagsdaga sem leikskólastjórar hafa til ráðstöfunar á ári hverju."

3.1208797 - Fundir leikskólastjóra 2012-2013

Fundargerð lögð fram til umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:15.