Leikskólanefnd

43. fundur 03. desember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson formaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1301140 - - Hugsum um heilsuna - Beiðni um sð fá að innleiða forprófaða heilsufræðslu til starfsfólks og fjöls

Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri kynnti verkefni sem miðar að því að bæta heilsu starfsmanna. Einnig eru námskeið fyrir foreldra.

Vitundarvakning hefur orðið hjá starfsfólki og heilbrigði hefur aukist.

Erlu Stefaníu þakkað fyrir fróðlegt erindi.

2.1310052 - Fjárhagsáætlun menntasviðs 2014

Sindri Sveinsson, deildarstjóri rekstrardeildar og Lilja Ástudóttir, innkaupafulltrúi fóru yfir fjárhagsáætlun og innkaup vegna leikskóla.

Leikskólanefnd þakkar góða kynningu.

 

3.1304142 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2013-2014

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun leikskólans Kórs og lýsir yfir ánægju með áætlunina.

4.1311040 - Beiðni um viðræður við bæjaryfirvöld um rekstur leikskóladeildar í Guðmundarlundi

Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa frestað öllum framkvæmdum í Guðmundarlundi um óákveðinn tíma.

Erindinu er því hafnað.

5.1311341 - Kostnaður við að bjóða upp á grænmetisfæði í leikskólum (frá Arnóri Sigurðssyni)

Lögð fram kostnaðaráætlun leikskólafulltrúa. Arnþór þakkar greinargóð svör.

6.1311340 - Tillaga um skipulagsdaga leikskóla (frá Sigurði Grétarssyni)

Lagðir fram útreikningar leikskólafulltrúa. Sigurður þakkar útreikningana.

7.1311142 - Tölulegar upplýsingar vegna leikskóla nóv. 2013

Lagðar fram tölulegar upplýsingar sem leikskólafulltrúi hefur tekið saman, um börn í leikskólum í Kópavogi, í einkaleikskólum og hjá dagforeldrum. Einnig upplýsingar um starfsmenn, hlutfall leikskólakennara ofl. Að síðustu kostnaðarútreikningar vegna ársins 2012.

8.1311397 - Of mörg börn hjá dagforeldri

Ljóst er að viðkomandi dagforeldri hefur ekki farið eftir starfsreglum um leyfisveitingar og lítur leikskólanefnd málið alvarlegum augum.

Leitast verður eftir að samræming verði milli sveitarfélaga hvað þetta varðar.

Leikskólanefnd felur starfsmönnum Menntasviðs að bregðast við í samræmi við greinargerð og umræðum á fundinum.

9.1311392 - Of mörg börn í daggæslu

Ljóst er að viðkomandi dagforeldri hefur ekki farið eftir starfsreglum um leyfisveitingar og lítur leikskólanefnd málið alvarlegum augum.

Leitast verður eftir að samræming verði milli sveitarfélaga hvað þetta varðar.

Leikskólanefnd felur starfsmönnum Menntasviðs að bregðast við í samræmi við greinargerð og umræðum á fundinum.

10.1311398 - Of mörg börn í daggæslu

Ljóst er að viðkomandi dagforeldri hefur ekki farið eftir starfsreglum um leyfisveitingar og lítur leikskólanefnd málið alvarlegum augum.

Leitast verður eftir að samræming verði milli sveitarfélaga hvað þetta varðar.

Leikskólanefnd felur starfsmönnum Menntasviðs að bregðast við í samræmi við greinargerð og umræðum á fundinum.

11.1309043 - Fundir leikskólastjóra 2013-2014

Fundargerð 3. fundar leikskólastjóra lögð fram.

12.1311445 - Ósk um leyfi til að gera rannsókn á upplifun barna á lýðræði í leikskóla

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

13.1311485 - Um samstarf og samfellu í starfi leik- og grunnskóla

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður þegar þær liggja fyrir.

Önnur mál.

A: Sigrún H. Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra bendir á að leikskólanefnd lesi vel starfsáætlanir leikskólanna og umsagnir foreldra.

Fundi slitið - kl. 18:30.