Leikskólanefnd

2. fundur 02. febrúar 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Gerður Guðmundsdóttir leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1001273 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 02.02.2010

Leikskólanefnd samþykkir ráðningar sbr. lista, flutning í starfi og óskir um að draga uppsagnir til baka.

2.910067 - Starfsáætlanir leikskóla 2009-2010

Starfsáætlanir Efstahjalla, Smárahvamms og Urðarhóls lagðar fram. 

3.1001275 - Eftirlit með einkaleikskólum og þjónustureknum leikskólum

Leikskólanefnd samþykkir framlagðar vinnureglur fræðsluskrifstofu um eftirlit með einkaleikskólum og leikskólum með þjónustusamning í Kópavogi, sem gerðar voru að ósk nefndarinnar.

Nefndin óskar eftir því að  rekstrarstjóri fræðslusviðs mæti á fund nefndarinnar í mars.

4.1001125 - Umsókn frá Álfaheiði um fækkun barna

Leikskólanefnd samþykkir að ekki verði tekið inn í tvö laus pláss í Álfaheiði að sinni. Leitað verði til tæknideildar hvað varðar bætta vinnuaðstöðu á yngstu deild leikskólans.

5.912618 - Ósk um fækkun barna í Hvammkoti

Leikskólanefnd tekur ekki afstöðu til erindisins að sinni. Unnið verði áfram með viðmið um rými í leikskólum Kópavogs með tilliti til nýrrar reglugerðar þar um.

6.912701 - Ósk um sumarlokun í 4 vikur samfellt í leikskólanum Kór

Leikskólanefnd hafnar erindinu og felur leikskólafulltrúa að svara því.

7.1001207 - Beiðni um afslátt af leikskólagjöldum

Leikskólanefnd fellst á erindið.

8.1001132 - Beiðni um að fá að gera rannsókn í 2 leikskólum v/meistaraprófsverkefnis

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

9.909518 - Önnur mál - fundir leikskólanefndar

A: Lögð fram greinargerð frá fræðsluskrifstofu. Raddir barna - Um mat barna á starfi leikskólanna. Leikskólanefnd þakkar greinagerðina.

B: Lögð fram beiðni frá leikskólanum Sólhvörfum um að taka tvo samfellda skipulagsdaga. Leikskólanefnd samþykkir með fyrirvara um samþykki stjórnar foreldrafélags. 

Fundi slitið - kl. 18:15.