Leikskólanefnd

18. fundur 03. maí 2011 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Sameining leikskóla

Anna Birna Snæbjörnsdóttir fór yfir stöðu mála. Sindri Sveinsson sat fundinn undir þessum lið.

2.1104202 - Gjöld vegna vistunartíma barna í leikskólum

Ósk foreldra um að hægt sé að kaupa 15 mínútur í upphafi og/eða í lok dvalartíma barns í leikskóla. Núna er einungis hægt að kaupa 15 mínútur ef leikskólinn lokar þá, annars er lágmark hálf klukkustund.

Leikskólafulltrúa falið að leggja fram tillögu á næsta fundi varðandi málið.

3.1104260 - Fjöldi barna í byrjun og lok dags í leikskólum

Rædd hugmynd um að það þurfi ákveðinn fjölda barna til að halda leikskóla opnum í byrjun og enda dags. Leikskólafulltrúa falið að leggja fram tillögu fyrir næsta fund.

4.1104072 - Rannsókn á gæðum spurningalista sem metur hegðunar- og tilfinningavandamál hjá börnum

Umsókn um að vinna að rannsókn og taka viðtöl við foreldra og kennara í leikskólum Kópavogs. Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.1103023 - Ósk um samantekt um fjárhags- og rekstrarstöðu leikskóla Kópavogs

Ósk fulltrúa foreldra um kynningu á skipuriti Kópavogsbæjar.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir kynnti skipuritið.

6.1103295 - Fyrirspurnir vegna aukins niðurskurðar á leikskólum Kópavogs

Fyrirspurn fulltrúa foreldra.

Leikskólafulltrúi lagði fram svar.

7.1103026 - Ósk um upplýsingar varðandi aðstöðumun í leikskólum Kópavogs á húsnæði

Fyrirspurn fulltrúa foreldra

Leikskólafulltrúi lagði fram svar.

8.1103025 - Ósk um upplýsingar varðandi starfsmannastefnu á leikskólum

Fyrirspurn fulltrúa foreldra

Leikskólafulltrúi lagði fram svar.

9.1104261 - Einstæðir foreldrar leikskólabarna sæki árlega um að greiða lægra gjald

Leikskólanefnd samþykkir að einstæðir foreldrar sæki um á þar til gerðu eyðublaði, árlega til leikskólastjóra að greiða lægra gjald.

10.1104066 - Skipan áheyrnarfulltrúa félagasamtaka

Lögð fram samþykkt bæjarráðs. Dreift til áheyrnarfulltrúa eyðublaði í samræmi við samþykktina.

11.1104037 - Starfsmannamál í leikskólanum Arnarsmára

Leikskólanefnd felur sviðstjóra afgreiðslu málsins í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

Önnur mál

A: Fundargerð 7. fundar leikskólastjóra lögð fram

B: Helga Margrét Þorsteinsdóttir, leikskólakennaranemi og starfsmaður í Rjúpnahæð skilar inn lokaverkefni sínu til B.Ed. prófs. Verkefnið fjallar um Lýðræði í leikskóla.
Leikskólanefnd þakkar fyrir skýrsluna og óskar Helgu Margréti til h

Fundi slitið - kl. 18:15.