Leikskólanefnd

21. fundur 04. október 2011 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.910466 - Leikskólanefnd, áheyrnarfulltrúar

Lagt fram bréf leikskólafulltrúa þar sem tilkynnt er um nýja fulltrúa starfsmanna leikskóla í leikskólanefnd.

Leikskólanefnd býður nýjan fulltrúa leikskólastjóra velkominn.

2.1109068 - Endurmenntunardagatal leikskólaskrifstofu

Lagt fram. Leikskólanefnd lýsir yfir sérstakri ánægju sinni með endurmenntunaráætlunina og dagatalið.  

3.1106247 - Starfsáætlun leikskóla 2011-2012

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla:

Álfaheiði, Efstihjalli, Fagrabrekka, Marbakki, Rjúpnahæð, Kópasteinn, Kópahvoll, Núpur, Furugrund, Arnarsmári og Urðarhóll.

Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með ársskýrslurnar.

4.1004287 - Umhverfisstefna leikskóla Kópavogs

Umhverfisstefnan lögð fram og kynnt. Leikskólanefnd fagnar nýrri umhverfisáætlun og lýsir yfir ánægju með hana. Rætt um á hvern hátt leikskólarnir geti hvatt foreldra og gert þeim auðveldara að nýta umhverfisvænar samgöngur, t.d. með því að skapa aðstæður til að geyma kerrur og hjólakerrur.  

Önnur mál


Næsti fundur nefndarinnar er áformaður 8. nóvember. Framvegis hefjist fundir kl. 16.30.

Fundi slitið - kl. 18:15.