Leikskólanefnd

26. fundur 06. mars 2012 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1202589 - Kosning varaformanns leikskólanefndar

Formaður leggur til að Ólöf Pálína Úlfarsdóttir verði varaformaður. Arnþór Sigurðsson býður sig fram á móti.

Atkvæði féllu þannig að Arnþór hlaut 2 atkvæði en Ólöf Pálína 3 og er hún því kjörin varaformaður.

2.1202591 - Fundartímar leikskólanefndar

Ákveðið að halda fundi áfram á sama tíma, fyrsti þriðjudagur í mánuði kl. 16.30.

3.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Lagt fram

4.1202587 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu

5.1202585 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfi á daggæslu

6.1202582 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu

 

 

 

7.1202598 - Húsnæði fyrir leikskóla í Guðmundarlundi

Farið yfir teikningar af húsi í eigu Skógræktarfélags Kópavogs

Ræddar hugmyndir um notkun þess undir leikskólastarf

Óskað er eftir nánari kostnaðargreiningu frá umhverfissviði og leikskólaskrifstofu. Einnig hve langan tíma framkvæmdir taki. Ath. með veginn að Guðmundarlundi sem er ekki greiðfær. 

Kalla einnig eftir kostnaðargreiningu við að setja lausar stofur við Sólhvörf og Rjúpnahæð.

8.1202597 - Bygging nýs leikskóla

Kynntar hugmyndir um nýjan leikskóla.

Leikskólanefnd leggur til að nýr leikskóli við Austurkór (Rjúpnahæð) verði boðinn út sem fyrst og að hann verði tilbúinn 2013/2014.

 

9.1111575 - Aðalskipulag Kópavogs. Niðurstaða rýnihópa

Tillögur leikskólafulltrúa að breytingum samþykktar.

10.1202521 - Ósk um fækkun barna í leikskólanum Núpi

Erindinu er hafnað þar sem enn er eftirspurn eftir leikskólarými og aðrir leikskólar eru verr settir en Núpur. Leikskólanefnd telur að stefna beri að því að í öllum leikskólum sé heildarrými á barn að lágmarki 7 fm. Þetta verði framkvæmt í áföngum eftir því sem eftirspurn/biðlisti gefur tilefni til. 

11.1202590 - Kynning á leikskólamálum

Kynningu leikskólafulltrúa frestað til næsta fundar sem verði 29. mars. kl. 16.30. Varamönnum verði boðaðir á þann fund. Aprílfundur falli niður.

Önnuur mál.

A: Lögð fram umsögn Samleiks um ósk leikskólastjóra um aukningu á undirbúningstíma um 8 klst. á skólaárinu 2012-2013. sem samþykkt var í Bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:00.