Leikskólanefnd

17. fundur 05. apríl 2011 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá
Kosning varaformanns og ritara

Hugrún Sigurjónsdóttir kosin varaformaður og Hreiðar Oddsson ritari.

1.1103033 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Gleði og gaman, úti saman

Leikskólanefnd samykkir að styrkja verkefni Arnarsmára , Gleði og gaman, úti saman um kr. 250.000,-

2.1103054 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði

Leikskólanefnd samykkir að styrkja verkefni Fífusala um Lýðheilsu um kr. 325.000,-

3.1103185 - Sérkennslustjórar í Kópavogi v/Gullkistan

Leikskólanefnd samykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-

4.1103028 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Stórir og smárir eflast saman

Leikskólanefnd samykkir að styrkja verkefni Urðarhóls um kr. 325.000,- 

5.1103013 - Mótmæli foreldrafélags leikskólans Dals að loka leikskólum bæjarins samfellt í 4 vikur í sumar

Í fjárhagsáætlun 2011 samþykkti bæjarráð Kópavogs að taka aftur upp 4ra vikna sumarlokanir í leikskólum í hagræðingarskyni.

Leikskólanefnd gerir sér grein fyrir að 4ra vikna lokun getur komið sér illa fyrir foreldra.

Leikskólar loka ekki allir á sama tíma og því gefst foreldrum kostur á að færa börn sín í aðra leikskóla á tímabilinu.  

 

6.1103304 - Foreldrafélag leikskólans Núps mótmælir lokun leikskólans í samfellt 4 vikur í sumar

Í fjárhagsáætlun 2011 samþykkti bæjarráð Kópavogs að taka aftur upp 4ra vikna sumarlokanir í leikskólum í hagræðingarskyni.

Leikskólanefnd gerir sér grein fyrir að 4ra vikna lokun getur komið sér illa fyrir foreldra.

Leikskólar loka ekki allir á sama tíma og því gefst foreldrum kostur á að færa börn sín í aðra leikskóla á tímabilinu.  

 

7.1103182 - Fækkun rýma vegna yngsta aldurshóps í leikskólanum Dal

Leikskólanefnd samþykkir að í Dal verði ekki tekin inn fleiri börn í yngsta árgangi en tólf (þ.e. börn fædd 2010).

8.1006330 - Fundargerðir leikskólastjóra 2010 - 2011

Lögð fram

9.1103202 - Ósk um leyfi til að gera rannskókn á færni og sjálfsstjórn barna í leikskólanum Núpi

Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti

10.1103171 - Ósk um leyfi til að leggja fyrir söngþroskapróf í leikskólum Kópavogs

Leikskólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti

11.1102651 - Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsin

Lögð fram. Leikskólanefnd gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um leikskólastarf.

12.1103009 - Samkomulag um leikskóladvöl barna, sem flytjast á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Lagt fram. Viðræður eru í gangi um þetta mál.

13.1102252 - Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2011

Lagt fram. Upplýsingar um námskeiðið hafa verið sendar nefndarmönnum. Nefndarmenn hvattir til að sækja námskeiðið.

14.1103023 - Ósk um samantekt um fjárhags- og rekstrarstöðu leikskóla Kópavogs

Fyrirspurnir undir þessum lið eru þríþættar:

1. Ósk um kynningu á skipuriti Kópavogsbæjar.

Leikskólanefnd leggur til að haldinn verði kynning á nýju skipuriti bæjarins. Leikskólafulltrúa falið að útfæra málið.  

 

2. Fyrirspurn varðandi lýsisgjafir í leikskólum Kópavogs. Könnun leikskólafulltrúa lögð fram.

 

3. Samantekt um fjárhags- og rekstrarstöðu leikskóla Kópavogs.

   

    Óskað er eftir að lögð verði fram samantekt leikskólafulltrúa um tölulegar upplýsingar v 2010.

    Það hefur verið gert og í þeirri samantekt koma fram svör við liðum a til d.

 

    e. liður. Svör eru í tölulegum upplýsingum á vef Kópavogsbæjar

 

    f og g liður. Lögð fram greinargerð leikskólafulltrúa

 

    h. liður. Lagðar fram upplýsingar leikskólafultrúa

 

 

 

 

 

 

 

 

15.1103295 - Fyrirspurnir vegna aukins niðurskurðar á leikskólum Kópavogs

 Afgreiðslu frestað

16.1103024 - Ósk um upplýsingar varðandi hagræðingartillögur leikskólastjóra

Leikskólanefnd fjallaði um tillögur leikskólastjóra og hafði til hliðsjónar við gerð sinna tillagna að hagræðingu.

17.1103025 - Ósk um upplýsingar varðandi starfsmannastefnu á leikskólum

Afgreiðslu frestað

18.1103026 - Ósk um upplýsingar varðandi aðstöðumun í leikskólum Kópavogs á húsnæði

Afgreiðslu frestað.

19.1103027 - Óskað eftir rökstuðningi varðandi höfnun á barngildisviðmiði í leikskólum

Tillaga leikskólanefndar hefði haft í för með sér fækkun barna. Bæjarráð hafnaði tillöguninni þar sem ráðið taldi þau rök vega þyngra að geta veitt fleiri börnum leikskóladvöl. Þess má geta að síðar hefur verið samþykkt 3ja barna fækkun í Furugrund.

Önnur mál:

A: Erindisbréf fyrir leikskólanefnd er í vinnslu. Í henni mun m.a. koma fram að málefni dagforeldra og gæsluleikvalla verða færð frá félagsmálaráði til leikskólanefndar.

B: Leikskólastjóri Efstahjalla þakkar fyrir hönd starfsmanna veittan styrk vegna náms- og kynnisferðar til Stokkhól

Fundi slitið - kl. 18:15.