Leikskólanefnd

23. fundur 06. desember 2011 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
 • Arnþór Sigurðsson formaður
 • Sigurrós Þorgrímsdóttir aðalfulltrúi
 • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
 • Áslaug Pálsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ásdís Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • María Kristófersdóttir vara áheyrnarfulltrúi
 • Gunnlaugur Snær Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að máli yrði bætt á dagskrá. Var það samþykkt

1.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd staðfestir námskrá Arnarsmára.

2.1110094 - Fjárhagsáætlun leikskóla 2012

Minnihluti og fulltrúi foreldra og leikskólastjóra bóka: "Við hörmum það vinnulag að leikskólanefnd hafi ekki fengið fjárhagsáætlun bæjarins til umsagnar á milli umræðna. Slíkt stuðlar hvorki að gagnsæi, samráði né nýjum lausnum í málefnum bæjarins og bæjarbúa" 

3.1106247 - Starfsáætlun leikskóla 2011-2012

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir Sólhvarfa og Grænatúns.

4.1109070 - Gerlamælingar. Umhverfisvöktun á vatni og sjó

Lagt fram til kynningar. Leikskólastjórum hefur verið sent bréf varðandi málið.

5.1111523 - Ósk frá leikskólastjóra í Dal um að taka tvo skipulagsdaga saman í apríl 2012 vegna náms- og kynnisf

Leikskólanefnd samþykkir erindið.

6.1111150 - Öryggi barna hjá dagforeldrum. Framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005

Lagt fram til kynningar.

7.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Leikskólanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

8.1112015 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið.

9.1112016 - Samstarfssamningur milli RannUng og sveitarfélaga í kraganum um rannsóknarverkefni í kraganum

Leikskólanefnd mælir með að Kópavogsbær verði þátttakandi í þessari rannsókn. Gunnlaugur Snær Ólafsson bókar: "Það er ekki við hæfi að auka útgjöld til verkefna sem ekki teljast brýn nauðsyn, þegar sífellt er verið að skera niður í grunnþjónustu við bæjarbúa."

10.1112032 - Erindi leikskólastjóra vegna vinnslu skólanámskrár

Fulltrúi leikskólastjóra kynnti erindið. Leikskólanefnd mælir með erindi leikskólastjóra, um að starfsmenn leikskóla fái svigrúm til að vinna að útfærslu og inneiðingu nýrra skólanámskráa skv. nýrri Aðalnámskrá fyrir leikskóla og lögum um leikskóla. Nefndi mælir með viðbótarskipulagstímum sem nemi samtals 8 stundum á skólaárinu 2012-2013. Leikskólanefnd hvetur til að samvinna sé höfð við foreldra um útfærslu.

A: Fulltrúi foreldra spyr hvort viðmið sé til um fjölda barna á deild: Leikskólafulltrúi svarar því að ekki eru skrifleg viðmið um það, en viðmið um fjölda barna á starfsmann og fermetra á barn.

Næsti fundur verði 10. janúar.

Fundi slitið - kl. 18:30.