Leikskólanefnd

11. fundur 05. október 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1009319 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 05.10.2010

Leikskólanefnd samþykkir að umsækjendur verði ráðnir

2.1009088 - Umsókn um námsstyrk vegna sérkennslumála

Leikskólanefnd samþykkir að styrkja umsækjanda um kr. 20.000.-

3.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Sæmundur Valdimarsson, forstöðumaður upplýsinga og tæknideildar og Bent Marinosson, vefstjóri, mættu á fundinn. Sæmundur upplýsti að skipta ætti út 7 tölvum í ár. Hver tölva í notkun hefur kostnað í för með sér. Rekstrarkostnaði tölvudeildar er deilt jafnt út á allar tölvur bæjarins.

Lögð fram könnun á tölvueign og tölvutengingum í leikskólum Kópavogs. Skv. þeirri könnun eru einungis 3 tölvur frá Kópavogsbæ samtals fyrir börn í öllum leikskólunum, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir skv. Aðalnámskrá, að leikskólabörn hafi aðgengi að tölvum. Formaður fól Sæmundi að kanna með þráðlausar tengingar í leikskólunum, en tengingar inn á deildir eru yfirleitt alls ekki fyrir hendi. Miðað við að tölvur væru settar á eldri deildir kallaði það á u.þ.b. 36 tölvur. Leikskólanefnd telur að mjög brýnt sé að tölvukostur fyrir börn sé aukinn til að mæta kröfum í Aðalnámskrá leikskóla.

Bent rakti vinnu sem er í gangi varðandi vefsíðugerð í Kópavogi. Leikskólanefnd leggur áherslu á að heimasíður leikskólana séu aðgengilegar og upplýsingar samræmdar.

 

 

4.1006497 - Starfsáætlun leikskóla Kópavogs 2010-2011

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun Baugs, Sólhvarfa og Álfatúns.

5.1009083 - Verktakasamningur um ræstingar í Kópahvoli

Leikskólanefnd samþykkir verktakasamninginn fyrir sitt leyti

6.902051 - Sumarleyfi leikskóla Kópavogs

Rætt um hugsanlega vetrarfrídaga í leikskólunum, sem nefndin telur æskilega. Leikskólanefnd felur leikskólafulltrúa að skoða betur hvaða leiðir séu færar. Leikskólanefnd ítrekar mikilvægi þess að skólastjórar leik- og grunnskóla samræmi skipulagsdaga/starfsdaga sína.

Ákvörðun um sumarlokun frestað til næsta fundar.  

7.1009321 - Ósk starfsmanna Grænatúns um samþykki leikskólanefndar fyrir skipulagsdögum 2011

Leikskólanefnd samþykkir erindið, enda liggur fyrir samþykki foreldra.

8.1009022 - Beiðni um að vinna rannsókn um fagmennsku og samstarf í leikskólum

Lagðar fram kostnaðartölur sbr. ósk frá síðasta fundi.

9.1006330 - Fundargerðir leikskólastjóra 2010 - 2011

Fundargerð 2. fundar leikskólastjóra lögð fram og rædd.

10.1010022 - Erindi frá foreldrum barns í Baugi

Leikskólafulltrúi kynnti málið og honum falið að svara foreldrum.   

Önnur mál.

A: leikskólafulltrúi upplýsti að leikskólinn Álfaheiði tekur þátt í úttekt á vegum menntamálaráðuneytis á haustönn. Úttektin er gerð að ósk leikskólastjóra.
Leikskólanefnd fagnar frumkvæði starfsmanna í Álfaheiði.

B: Dagatali leikskólaskrifstofu dreift.
Leikskólanefnd þakkar fyrir fa

Fundi slitið - kl. 18:15.